Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 27-20 | Öruggur Stjörnusigur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. apríl 2016 13:51 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. vísir/vilhelm Stjarnan lagði Val 27-20 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar kvenna á heimavelli í kvöld. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Florentina Stanciu varði 12 skot í markinu eða 55% skota Vals auk þess sem Stjarnan refsaði Val fyrir nánast hvern tapaðan bolta og misheppnað skot úr dauðafæri með marki úr hraðaupphlaupi. Stjarnan var 17-9 yfir í hálfleik og reyndi Valur að brjóta leikinn upp með að taka tvo leikmenn úr umferð strax eftir hálfleikinn. Það virkaði varnarlega því sóknarmenn Stjörnunnar voru lengi að ná tökum á öllu því plássi sem sá varnarleikur býður upp á en Florentina kom í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn með magnaðari markvörslu. Florentina varði mikinn fjölda dauðafæra í leiknum á sama tíma og Berglind Hansdóttir náði sér engan vegina á strik fyrir aftan afspyrnuslaka vörn Vals í fyrri hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem er að leika á sinni 21. leiktíð var markahæst Stjörnunnar með 8 mörk. Hanna lék fyrst 16 ára gömul með Haukum tímabilið 1995/1996. Stjarnan náði að leysa framliggjandi vörn Vals þegar seinni hálfleikur var hálfnaður með Þórhildi Gunnarsdóttur og Esther Viktoríu Ragnarsdóttur í fararbroddi sem þvingaði Val til að færa vörnina aftur og í kjölfarið var ljóst að heimasætur tækju forystu í einvíginu. Stjarnan getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri þegar liðin mætast öðru sinni í Valshöllinni á laugardaginn en Valur þarf sigur þar til að knýja fram oddaleik. Halldór Harri: Urðum gráðugar„Það var góður kafli í fyrri hálfleik sem skilur að,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld. „Við fengum góða vörn, góða markvörslu og nokkur hraðaupphlaup,“ og flóknara var það ekki. Stjarnan nýtti færin sín mjög vel í fyrri hálfleik á sama tíma og Valur fór mjög illa með sín. Valur reyndi svo að brjóta leikinn upp með að taka tvo úr umferð í seinni hálfleik. „Það kom upp svolítið stress. Það virðist allt vera opið þegar þú spilar fjórir á móti fjórum. Við urðum gráðugar og fórum að slútta of snemma. Svo náðum við smá tökum þá því áður en þær duttu aftur til baka.“ Þetta kom Stjörnunni samt ekki á óvart og fór Halldór Harri yfir það með liði sínu í hálfleik að Valur myndi eflaust reyna að brjóta leikinn upp. „Við ræddum þetta í klefanum í hálfleik að þær þurftu að gera eitthvað til að fá þetta upp. Við þurfum að bæta hvernig við tökum á því. „Ef þetta kemur upp aftur þá fagna ég því. Þetta var aðeins opið í byrjun en náðum ekki að skora og því hefðum við getað klárað þetta þannig. Það vantaði ekki færin,“ sagði Halldór Harri. Valur getur mögulega nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum en Florentina Stanciu varði óhemju mörg skot af sex metrunum. „Flóra var virkilega góð í kvöld og dregur kraftinn úr þeim. Það voru nokkur hraðaupphlaup sem hún náði að stoppa og hleypti Val ekki almennilega inn í þetta.“ Kristín: Gerist ekki tvo leiki í röð„Við fengum fín færi sem við klúðrum. Við spiluðum ágætlega sóknarlega í byrjun en svo fer vörnin með þetta,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir leikstjórnandi Vals. „Það klikka allir hlutir í vörninni. Allir þessir einföldu hlutir sem eiga ekki að vefjast fyrir okkur, þá gerum við ekki. Við hættum að treysta hverri annarri. „Við hlaupum þvers og kurrs í veg fyrir hverja aðra. Það verður rosalega langt á milli okkar. Manni leið eins og það væru þrír metrar í næsta mann, alveg frá horni og yfir í næsta horn,“ sagði Kristín um varnarleik Vals í fyrri hálfleik í kvöld. Valur fékk fjölda dauðafæri sem liðið fór illa með í kvöld og náði liðið ekki að nýta sér vandræðagang Stjörnunnar þegar Valur tók tvo úr umferð í seinni hálfleik. „Fyrstu 10 mínúturnar fáum við góð færi en köstum í belginn á henni. Við spiluðum sóknina vel og hratt en klúðrum. Svo var vörnin hræðileg og þá verður þetta erfitt. „Það er erfiðara að spila sóknarleik þegar vörnin er góð. „Við hefðum átt að minnka þetta í þrjú mörk á fyrstu 10 mínútunum í seinni hálfleik. Þær taka leikhlé snemma og við förum eiginlega að hlæja. Það átti greinilega ekki að gerast. „Við ákváðum að taka fyrstu fimm mínúturnar og krydda upp í þessu. Mjög líklega vorum við ekki að fara að vinna en við ætluðum ekki að kasta handklæðinu og nýta þetta sem góða æfingu og fá blóð á tennurnar. „Við náðum að vinna fullt af boltum og koma í bakið á þeim. Seinni hálfleikur var í sjálfu sér ágætur. Við náðum ekki að koma honum inn en það gerist ekki tvo leiki í röð,“ sagði Kristín en mikill munur var á markvörslu liðanna. Kristín sagði þó réttilega að það væri ekki við Berglindi Hansdóttur að sakast þó hún næði sér ekki á strik í kvöld. „Það er ekki henni að kenna. Markvarsla er 90% vörnin. Við vorum það lélegar að hún gat ekki treyst neinum sem við gerðum. Eðlilega er ekki hægt að verja meira.“ Kristín er bjartsýn fyrir annan leik liðanna sem verður í Valshöllinn á laugardaginn klukkan 16. „Við erum þekktar fyrir að spila best undir pressu. Við erum gamlar og lúnar og fólki finnst fínt að segja að við eigum helst að vera á elliheimili og hefur litla trú á okkur. Það er fínt. Það spá allir Stjörnunni 2-1 sem er frábært. Við þurftum aðeins að koma okkur í gang og spýta í lófana fyrir laugardaginn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Stjarnan lagði Val 27-20 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar kvenna á heimavelli í kvöld. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Florentina Stanciu varði 12 skot í markinu eða 55% skota Vals auk þess sem Stjarnan refsaði Val fyrir nánast hvern tapaðan bolta og misheppnað skot úr dauðafæri með marki úr hraðaupphlaupi. Stjarnan var 17-9 yfir í hálfleik og reyndi Valur að brjóta leikinn upp með að taka tvo leikmenn úr umferð strax eftir hálfleikinn. Það virkaði varnarlega því sóknarmenn Stjörnunnar voru lengi að ná tökum á öllu því plássi sem sá varnarleikur býður upp á en Florentina kom í veg fyrir að Valur kæmist inn í leikinn með magnaðari markvörslu. Florentina varði mikinn fjölda dauðafæra í leiknum á sama tíma og Berglind Hansdóttir náði sér engan vegina á strik fyrir aftan afspyrnuslaka vörn Vals í fyrri hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem er að leika á sinni 21. leiktíð var markahæst Stjörnunnar með 8 mörk. Hanna lék fyrst 16 ára gömul með Haukum tímabilið 1995/1996. Stjarnan náði að leysa framliggjandi vörn Vals þegar seinni hálfleikur var hálfnaður með Þórhildi Gunnarsdóttur og Esther Viktoríu Ragnarsdóttur í fararbroddi sem þvingaði Val til að færa vörnina aftur og í kjölfarið var ljóst að heimasætur tækju forystu í einvíginu. Stjarnan getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri þegar liðin mætast öðru sinni í Valshöllinni á laugardaginn en Valur þarf sigur þar til að knýja fram oddaleik. Halldór Harri: Urðum gráðugar„Það var góður kafli í fyrri hálfleik sem skilur að,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld. „Við fengum góða vörn, góða markvörslu og nokkur hraðaupphlaup,“ og flóknara var það ekki. Stjarnan nýtti færin sín mjög vel í fyrri hálfleik á sama tíma og Valur fór mjög illa með sín. Valur reyndi svo að brjóta leikinn upp með að taka tvo úr umferð í seinni hálfleik. „Það kom upp svolítið stress. Það virðist allt vera opið þegar þú spilar fjórir á móti fjórum. Við urðum gráðugar og fórum að slútta of snemma. Svo náðum við smá tökum þá því áður en þær duttu aftur til baka.“ Þetta kom Stjörnunni samt ekki á óvart og fór Halldór Harri yfir það með liði sínu í hálfleik að Valur myndi eflaust reyna að brjóta leikinn upp. „Við ræddum þetta í klefanum í hálfleik að þær þurftu að gera eitthvað til að fá þetta upp. Við þurfum að bæta hvernig við tökum á því. „Ef þetta kemur upp aftur þá fagna ég því. Þetta var aðeins opið í byrjun en náðum ekki að skora og því hefðum við getað klárað þetta þannig. Það vantaði ekki færin,“ sagði Halldór Harri. Valur getur mögulega nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum en Florentina Stanciu varði óhemju mörg skot af sex metrunum. „Flóra var virkilega góð í kvöld og dregur kraftinn úr þeim. Það voru nokkur hraðaupphlaup sem hún náði að stoppa og hleypti Val ekki almennilega inn í þetta.“ Kristín: Gerist ekki tvo leiki í röð„Við fengum fín færi sem við klúðrum. Við spiluðum ágætlega sóknarlega í byrjun en svo fer vörnin með þetta,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir leikstjórnandi Vals. „Það klikka allir hlutir í vörninni. Allir þessir einföldu hlutir sem eiga ekki að vefjast fyrir okkur, þá gerum við ekki. Við hættum að treysta hverri annarri. „Við hlaupum þvers og kurrs í veg fyrir hverja aðra. Það verður rosalega langt á milli okkar. Manni leið eins og það væru þrír metrar í næsta mann, alveg frá horni og yfir í næsta horn,“ sagði Kristín um varnarleik Vals í fyrri hálfleik í kvöld. Valur fékk fjölda dauðafæri sem liðið fór illa með í kvöld og náði liðið ekki að nýta sér vandræðagang Stjörnunnar þegar Valur tók tvo úr umferð í seinni hálfleik. „Fyrstu 10 mínúturnar fáum við góð færi en köstum í belginn á henni. Við spiluðum sóknina vel og hratt en klúðrum. Svo var vörnin hræðileg og þá verður þetta erfitt. „Það er erfiðara að spila sóknarleik þegar vörnin er góð. „Við hefðum átt að minnka þetta í þrjú mörk á fyrstu 10 mínútunum í seinni hálfleik. Þær taka leikhlé snemma og við förum eiginlega að hlæja. Það átti greinilega ekki að gerast. „Við ákváðum að taka fyrstu fimm mínúturnar og krydda upp í þessu. Mjög líklega vorum við ekki að fara að vinna en við ætluðum ekki að kasta handklæðinu og nýta þetta sem góða æfingu og fá blóð á tennurnar. „Við náðum að vinna fullt af boltum og koma í bakið á þeim. Seinni hálfleikur var í sjálfu sér ágætur. Við náðum ekki að koma honum inn en það gerist ekki tvo leiki í röð,“ sagði Kristín en mikill munur var á markvörslu liðanna. Kristín sagði þó réttilega að það væri ekki við Berglindi Hansdóttur að sakast þó hún næði sér ekki á strik í kvöld. „Það er ekki henni að kenna. Markvarsla er 90% vörnin. Við vorum það lélegar að hún gat ekki treyst neinum sem við gerðum. Eðlilega er ekki hægt að verja meira.“ Kristín er bjartsýn fyrir annan leik liðanna sem verður í Valshöllinn á laugardaginn klukkan 16. „Við erum þekktar fyrir að spila best undir pressu. Við erum gamlar og lúnar og fólki finnst fínt að segja að við eigum helst að vera á elliheimili og hefur litla trú á okkur. Það er fínt. Það spá allir Stjörnunni 2-1 sem er frábært. Við þurftum aðeins að koma okkur í gang og spýta í lófana fyrir laugardaginn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira