Ólafur Ingi: Pirrandi að vera heill allt tímabilið en missa svo af landsleikjunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2016 11:30 Ólafur Ingi Skúlason missti af síðustu tveimur vináttulandsleikjum. vísir/getty Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, varð fyrir því óláni að meiðast í landsleikjafríinu á dögunum og missti því af vináttuleikjum strákanna okkar gegn Danmörku og Grikklandi. Miðað við það að vera búinn að spila nánast alla leiki tímabilsins í Tyrklandi með félagi sínu Genclerbirligi gat hann varla meiðst á verri tíma. Þetta voru síðustu landsleikirnir áður en lokahópurinn verður valinn í maí. „Ég sneri aftur um síðustu helgi en fann fyrir þessu aftur og fékk því að fara út af í hálfleik. Þetta er ekkert alvarlegt, bara smá tognun aftan í læri. Við héldum að þetta væri gróið því ég æfði alla síðustu viku en svo fann ég fyrir þessu í byrjun leiks og tók því engar áhættu,“ segir Ólafur Ingi í samtali við Vísi. Eftir bras fyrri hluta tímabils er liðið í betri málum á nýju ári. Það er búið að vinna sex af tíu leikjum ársins, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Ólafs Inga hefur ekki notið við í tveimur leikjum og tapaði liðið þeim báðum. Það er búið að innbyrða 19 stig í átta leikjum með hann í liðinu en ekkert í þeim tveimur leikjum sem hann hefur misst af. Og hann mun allavega missa af næsta leik. „Ég verð frá um helgina og ætla svo að sjá til. Ég vil bara ná lærinu 100 prósent góðu. Ég missi af næsta leik en vonandi næ ég leiknum eftir það. Þetta er smávægilegt og bara leiðindi en maður verður að fara varlega,“ segir Ólafur Ingi. „Þetta er fljótt að fara aftur ef maður er að rembast og er of fljótur af stað. Þetta er varla neitt neitt en ég ætla ná þessu alveg góðu áður en ég fer aftur af stað.“Ólafur Ingi verður ekki með í næstu 1-2 leikjum í Tyrklandi.vísir/afpPælir ekkert í lokahópnum Árbæingurinn viðurkennir að það var erfitt að meiðast akkurat þegar hann var mættur í þessa mikilvægu landsleiki með Íslandi í síðasta mánuði en baráttan um laus sæti í EM-hópnum er hörð. „Ég var mjög svekktur að missa af þessum landsleikjum. Ég er búinn að spila nánast alla leikina hérna úti þannig auðvitað var ég svekktur og pirraður að fá ekki að spreyta mig og sýna í hvernig formi ég er. Því miður er þetta bara svona stundum. Það er aldrei gott að meiðast en þetta var sérstaklega leiðinlegur tímapunktur,“ segir Ólafur Ingi. „Þetta var sérstaklega pirrandi því ég er búinn að vera heill allt tímabilið en svo kemur þetta upp rétt fyrir landsleikina. Ég þakka bara fyrir að þetta er lítið og ég verð klár eftir eina eða tvær vikur.“ Ólafur telur sig ekki öruggan í lokahópinn sem verður tilkynntur níunda maí. Hann spáir lítið í umfjölluninni um hópinn og pælingum um hvernig hann gæti verið. Hann reynir bara að gera sitt. „Ekki myndi ég vilja vera í þeim sporum að velja þennan hóp. Ég reyni sem minnst að spá í þessu og halda mér fyrir utan þessa umræðu. Ég er heldur ekkert að skoða þegar hinir og þessir strákar eru að velja sína hópa. Ég bara les sem minnst og er ekkert að pæla í þessu,“ segir Ólafur Ingi. „Maður getur ekkert gert mikið annað en bara gert sitt hérna úti. Þetta er ekkert í mínum höndum. Ég nýt svo sem góðs af því að hafa verið lengi í þessum hóp. Ég er með mikla reynslu í kringum þetta landslið og er að spila í góðri deild. Ég hugsa bara um að vera í standi hérna, spila vel og vona að ég fái að fara með. Flóknara er það ekki.“Genclerbirligi hefur tapað tveimur af þremur leikjum ársins sem Ólafs naut ekki við.vísir/gettyForsetinn oftar á staðnum Genclerbirligi var í allskonar veseni framan af tímabili og skipti um þjálfara eins og sumir skipta um skoðun. Einn þjálfaranna sem tók við lét liðið spila taktíkina 2-4-4. Í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma sagðist Ólafur aldrei hafa upplifað annað eins. „Árið 2016 hefur gengið betur,“ segir hann. Við fórum sérstaklega vel af stað en höfum aðeins misst dampinn. Það er meiri ró yfir þessu hjá okkur núna og ekki sama stressið út af falldraugnum. Við fengum líka nokkra góða leikmenn í janúar sem bættu liðið og hafa hjálpað okkur. Það er meiri samkeppni núna og svo er nýi þjálfarinn góður og samkvæmur sjálfum sér,“ segir Ólafur en þjálfari liðsins er İbrahim Uzulmez, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands. „Hann er enginn heimsmeistari í taktík en hann hefur náð að þétta mannskapinn. Hann er mjög fínn en maður finnur að það er stutt í stressið hjá félaginu. Við erum aðeins búnir að ná í eitt stig í síðustu þremur leikjum og þá er forsetinn farinn að láta sjá sig meira. Við þurfum bara að halda þétt á spilunum og klára þetta tímabil vel.“vísir/afpHlýtt og gott fólk Ólafur segist njóta lífsins í Tyrklandi en hann fór úr nokkuð öruggu umhverfi í Belgíu í síbreytilegt fótboltaumhverfi og stundum hreina vitleysu í Tyrklandi. Ævintýrið hefur verið mikið. „Þetta hefur verið frábær reynsla og ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég var með sama þjálfarann í Belgíu í þrjú og hálft ár en hér voru ekki liðnir margir mánuðir þegar ég var búinn að vera með fjórða eða fimm. Þetta hefur verið skrautlegt en nákvæmlega það sem ég var að leita að og ég sé ekki eftir neinu,“ segir Ólafur. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér líður vel hérna. Borgin er frábær og fólkið hlýtt og gott. Hryðjuverkin í Tyrklandi hafa sett sinn svip á dvölina en fyrir utan þau hefur þetta verið mjög gott,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, varð fyrir því óláni að meiðast í landsleikjafríinu á dögunum og missti því af vináttuleikjum strákanna okkar gegn Danmörku og Grikklandi. Miðað við það að vera búinn að spila nánast alla leiki tímabilsins í Tyrklandi með félagi sínu Genclerbirligi gat hann varla meiðst á verri tíma. Þetta voru síðustu landsleikirnir áður en lokahópurinn verður valinn í maí. „Ég sneri aftur um síðustu helgi en fann fyrir þessu aftur og fékk því að fara út af í hálfleik. Þetta er ekkert alvarlegt, bara smá tognun aftan í læri. Við héldum að þetta væri gróið því ég æfði alla síðustu viku en svo fann ég fyrir þessu í byrjun leiks og tók því engar áhættu,“ segir Ólafur Ingi í samtali við Vísi. Eftir bras fyrri hluta tímabils er liðið í betri málum á nýju ári. Það er búið að vinna sex af tíu leikjum ársins, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Ólafs Inga hefur ekki notið við í tveimur leikjum og tapaði liðið þeim báðum. Það er búið að innbyrða 19 stig í átta leikjum með hann í liðinu en ekkert í þeim tveimur leikjum sem hann hefur misst af. Og hann mun allavega missa af næsta leik. „Ég verð frá um helgina og ætla svo að sjá til. Ég vil bara ná lærinu 100 prósent góðu. Ég missi af næsta leik en vonandi næ ég leiknum eftir það. Þetta er smávægilegt og bara leiðindi en maður verður að fara varlega,“ segir Ólafur Ingi. „Þetta er fljótt að fara aftur ef maður er að rembast og er of fljótur af stað. Þetta er varla neitt neitt en ég ætla ná þessu alveg góðu áður en ég fer aftur af stað.“Ólafur Ingi verður ekki með í næstu 1-2 leikjum í Tyrklandi.vísir/afpPælir ekkert í lokahópnum Árbæingurinn viðurkennir að það var erfitt að meiðast akkurat þegar hann var mættur í þessa mikilvægu landsleiki með Íslandi í síðasta mánuði en baráttan um laus sæti í EM-hópnum er hörð. „Ég var mjög svekktur að missa af þessum landsleikjum. Ég er búinn að spila nánast alla leikina hérna úti þannig auðvitað var ég svekktur og pirraður að fá ekki að spreyta mig og sýna í hvernig formi ég er. Því miður er þetta bara svona stundum. Það er aldrei gott að meiðast en þetta var sérstaklega leiðinlegur tímapunktur,“ segir Ólafur Ingi. „Þetta var sérstaklega pirrandi því ég er búinn að vera heill allt tímabilið en svo kemur þetta upp rétt fyrir landsleikina. Ég þakka bara fyrir að þetta er lítið og ég verð klár eftir eina eða tvær vikur.“ Ólafur telur sig ekki öruggan í lokahópinn sem verður tilkynntur níunda maí. Hann spáir lítið í umfjölluninni um hópinn og pælingum um hvernig hann gæti verið. Hann reynir bara að gera sitt. „Ekki myndi ég vilja vera í þeim sporum að velja þennan hóp. Ég reyni sem minnst að spá í þessu og halda mér fyrir utan þessa umræðu. Ég er heldur ekkert að skoða þegar hinir og þessir strákar eru að velja sína hópa. Ég bara les sem minnst og er ekkert að pæla í þessu,“ segir Ólafur Ingi. „Maður getur ekkert gert mikið annað en bara gert sitt hérna úti. Þetta er ekkert í mínum höndum. Ég nýt svo sem góðs af því að hafa verið lengi í þessum hóp. Ég er með mikla reynslu í kringum þetta landslið og er að spila í góðri deild. Ég hugsa bara um að vera í standi hérna, spila vel og vona að ég fái að fara með. Flóknara er það ekki.“Genclerbirligi hefur tapað tveimur af þremur leikjum ársins sem Ólafs naut ekki við.vísir/gettyForsetinn oftar á staðnum Genclerbirligi var í allskonar veseni framan af tímabili og skipti um þjálfara eins og sumir skipta um skoðun. Einn þjálfaranna sem tók við lét liðið spila taktíkina 2-4-4. Í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma sagðist Ólafur aldrei hafa upplifað annað eins. „Árið 2016 hefur gengið betur,“ segir hann. Við fórum sérstaklega vel af stað en höfum aðeins misst dampinn. Það er meiri ró yfir þessu hjá okkur núna og ekki sama stressið út af falldraugnum. Við fengum líka nokkra góða leikmenn í janúar sem bættu liðið og hafa hjálpað okkur. Það er meiri samkeppni núna og svo er nýi þjálfarinn góður og samkvæmur sjálfum sér,“ segir Ólafur en þjálfari liðsins er İbrahim Uzulmez, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands. „Hann er enginn heimsmeistari í taktík en hann hefur náð að þétta mannskapinn. Hann er mjög fínn en maður finnur að það er stutt í stressið hjá félaginu. Við erum aðeins búnir að ná í eitt stig í síðustu þremur leikjum og þá er forsetinn farinn að láta sjá sig meira. Við þurfum bara að halda þétt á spilunum og klára þetta tímabil vel.“vísir/afpHlýtt og gott fólk Ólafur segist njóta lífsins í Tyrklandi en hann fór úr nokkuð öruggu umhverfi í Belgíu í síbreytilegt fótboltaumhverfi og stundum hreina vitleysu í Tyrklandi. Ævintýrið hefur verið mikið. „Þetta hefur verið frábær reynsla og ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég var með sama þjálfarann í Belgíu í þrjú og hálft ár en hér voru ekki liðnir margir mánuðir þegar ég var búinn að vera með fjórða eða fimm. Þetta hefur verið skrautlegt en nákvæmlega það sem ég var að leita að og ég sé ekki eftir neinu,“ segir Ólafur. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér líður vel hérna. Borgin er frábær og fólkið hlýtt og gott. Hryðjuverkin í Tyrklandi hafa sett sinn svip á dvölina en fyrir utan þau hefur þetta verið mjög gott,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira