Haraldur Nelson vill ekki MMA á ÓL: „Rugl reglum verður hrúgað í íþróttina“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:00 Haraldur Nelson vill ekki breyta MMA. vísir/vilhelm Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson. MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira