Hill mætir Tindastóli: Þið viljið ekki missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2016 21:29 Jerome Hill í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. Sjá einnig: Þungu fargi af mér létt að vera farinn frá Tindastóli „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Sjá einnig: Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30 „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14 Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00 Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. Sjá einnig: Þungu fargi af mér létt að vera farinn frá Tindastóli „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Sjá einnig: Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30 „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14 Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00 Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14
Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00
Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45