Ellefu ára fór holu í höggi á vellinum hans Tigers fyrir framan goðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2016 09:00 Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira