Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 10:30 Phil Mickelson spilaði vel í gærkvöldi. vísir/getty Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira