Scott vann annað mótið í röð | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2016 09:45 Ástralinn Adam Scott virðist í frábæru formi þessa dagana en hann fagnaði um helgina sigri á PGA-móti aðra helgina í röð, í þetta sinn á WGC-Cadillac mótinu í Miami. Scott spilaði á 69 höggum á lokahringnum í gær og endaði á tólf höggum undir pari vallarins. Hann vann með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Bubba Watson, sem spilaði á 68 höggum í gær.Sjá einnig: Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Scott var stálheppinn að lenda ekki úti í vatni á lokaholunni á bláa skrímslinu eins og völlurinn er kallaður þar sem mótið fór fram. „Ég var heppinn að hanga inn á en Scott þurfti að taka erfitt skot eftir teighöggið sitt þar sem hann lenti fyrir aftan tré. Þetta gekk allt saman upp að lokum hjá mér í dag, sérstaklega á átjándu,“ sagði hann. Þetta var þrettándi sigur Scott á PGA-mótaröðinni en þess fyrir utan lenti hann á öðru sæti á móti fyrir fáeinum vikum síðan. Árangurinn mun fleyta honum upp í sjötta sæti heimslistans þegar hann kemur út í dag. Rory McIlroy náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 74 höggum. Hann hafnaði í þriðja sæti ásamt Englendingnum Danny Willet. Phil Mickelson varð svo fimmti en hann lék á 70 höggum í gær.Adam Scott, last two weeks:Eagles: 2Birdies: 39Pars: 86Bogeys: 14Doubles: 2Quads: 1— Jason Sobel (@JasonSobelESPN) March 6, 2016 Golf Tengdar fréttir Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30 Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Adam Scott virðist í frábæru formi þessa dagana en hann fagnaði um helgina sigri á PGA-móti aðra helgina í röð, í þetta sinn á WGC-Cadillac mótinu í Miami. Scott spilaði á 69 höggum á lokahringnum í gær og endaði á tólf höggum undir pari vallarins. Hann vann með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Bubba Watson, sem spilaði á 68 höggum í gær.Sjá einnig: Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Scott var stálheppinn að lenda ekki úti í vatni á lokaholunni á bláa skrímslinu eins og völlurinn er kallaður þar sem mótið fór fram. „Ég var heppinn að hanga inn á en Scott þurfti að taka erfitt skot eftir teighöggið sitt þar sem hann lenti fyrir aftan tré. Þetta gekk allt saman upp að lokum hjá mér í dag, sérstaklega á átjándu,“ sagði hann. Þetta var þrettándi sigur Scott á PGA-mótaröðinni en þess fyrir utan lenti hann á öðru sæti á móti fyrir fáeinum vikum síðan. Árangurinn mun fleyta honum upp í sjötta sæti heimslistans þegar hann kemur út í dag. Rory McIlroy náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 74 höggum. Hann hafnaði í þriðja sæti ásamt Englendingnum Danny Willet. Phil Mickelson varð svo fimmti en hann lék á 70 höggum í gær.Adam Scott, last two weeks:Eagles: 2Birdies: 39Pars: 86Bogeys: 14Doubles: 2Quads: 1— Jason Sobel (@JasonSobelESPN) March 6, 2016
Golf Tengdar fréttir Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30 Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Phil Mickelson er í öðru sæti eftir fyrsta hring á Cadillac-meistaramótinu í Miami. 4. mars 2016 10:30
Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár Ástralinn fékk tæpar 142 milljónir króna fyrir sigurinn á Honda Classic. 29. febrúar 2016 08:30