Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - FSu 113-74 | Snæfell áfram í deild þeirra bestu Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 25. febrúar 2016 22:30 Sigurður Þorvaldsson skoraði nítján stig fyrir Snæfell í kvöld. vísir/stefán Snæfell gulltryggði sæti sitt í Domino's-deild karla með sannfærandi sigri á FSu á heimavelli í kvöld, 113-74. FSu er nú jafnt Hetti í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir að Hattarmenn unnu ÍR-inga í kvöld. ÍR er svo í tíunda sætinu með tíu stig en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfell er nú með sextán stig, rétt eins og Grindavík, en liðin eru í 8.-9. sæti deildarinnar og komast átta efstu liðin í úrslitakeppnina. Snæfellingar tóku völdin í leiknum snemma og voru með sautján stiga forystu að loknum fyrri hálfleik, 54-37. Sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Stefán Karel Torfason átti stórleik í liði Snæfells og var með 27 stig, fimmtán fráköst og sjö stoðsendingar. Sherrod Wright kom næstur með 24 stig. Hjá FSu var Christopher Woods langstigahæstur með 39 stig en hann var þar að auki með nítján fráköst. Hjá FSu vantaði þá Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson en leikur Sunnlendinga bar þess merki að vængbrotið lið hafi mætt vestur. Snæfellingar voru aftur á móti búnir að endurheimta sína menn úr veikindum en eins og menn muna fór frekar fámennur hópur norður á Sauðarkrók í síðustu umferð Dominosdeildarinnar. Í leiknum í kvöld náði Snæfell strax frá upphafi að stjórna leiknum og virtist eins og FSu ætti mjög erfitt með að finna réttan takt. Skotin voru ekki að rata rétta leið og Sunnlendingarnir misstu Hólmarana hægt og rólega fram úr sér. Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir til að breyta gang leiksins virtust leikmenn FSu átta sig snemma á því að erfitt yrði að stöðva Hólmara á sínum heimavelli. Á meðan Hólmarar skoruðu jafnt og þétt úr sínum sóknum var fátt að rata rétta leið hjá Sunnlendingunum sem þurftu að sætta sig við stórt tap í kvöld.Erik Olsen: Erum með ungt lið og getum meira en við sýndum hér í kvöld „Við erum eina liðið á landinu þar sem átján og nítján ára einstaklingar fá tækifæri til að spreyta sig með þessum hætti í efstu deild. Við töpum og við töpuðum stórt í kvöld en til lengri tíma litið þá er það þessi reynsla sem á eftir að skila sér til leikmannana. Þessir einstaklingar eru að berjast og þeir eru að spila þann bolta sem við biðjum þá um að spila,“ sagði Erik Olsen eftir tapið í kvöld. Við reyndum að breyta varnaleiknum okkar og vorum að vinna með mismunandi svæðisvörn til þess að brjóta upp flæðið hjá Snæfelli. En Snæfellingar voru mjög góður að svara öllum okkar tilraunum til að taka völdin á vellinum. Þegar við fengum eitt eða tvö stopp svöruðu þeir strax.“Christopher Woods: Ætlum ekki að gefast upp „Það var gott að koma aftur heim og spila á móti strákunum. Þetta var eins og að hitta fjölskylduna sína. Við lögðum mikið á okkur sem lið, spiluðum hart og reyndum hvað við gátum,“ sagði Chris Woods eftir leik. „Við erum meðvitaðir um stöðu mála og vitum að við erum ekki að fara að spila í úrslitakeppninni. Við ætlum samt ekki að gefast upp og komum til með að berjast.“Ingi Þór: Gerðum það sem við þurftum til að vinna „Ég er ánægður með að fá stigin og tryggja okkur sigur hérna á heimavelli. Við eigum einn leik eftir hérna heima og okkur langar að líða sem best á heimavelli.“ „Það var meira flæði hjá okkur en mér fannst þeir ná allt of mörgum sóknarfráköstum. Ég var óánægður með það. En svona heilt yfir er ég auðvitað ánægður með sigurinn.“ „Við erum búnir að fá 120 stig að meðaltali á okkur í síðustu þremur leikjum og við erum búnir að einbeita okkur að því að ná að halda andstæðingnum undir hundrað stigum. Mér fannst við bara gera það vel í kvöld. Stefán var góður í dag og nýtti sér plássið sem hann fékk vel.“Snæfell-FSu 113-74 (31-16, 23-19, 31-20, 28-19)Snæfell: Stefán Karel Torfason 27/15 fráköst/7 stoðsendingar, Sherrod Nigel Wright 24/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst, Ólafur Torfason 3, Jón Páll Gunnarsson 2.FSu: Christopher Woods 39/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Þórarinn Friðriksson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Haukur Hreinsson 2, Maciej Klimaszewski 1.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Snæfell gulltryggði sæti sitt í Domino's-deild karla með sannfærandi sigri á FSu á heimavelli í kvöld, 113-74. FSu er nú jafnt Hetti í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir að Hattarmenn unnu ÍR-inga í kvöld. ÍR er svo í tíunda sætinu með tíu stig en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfell er nú með sextán stig, rétt eins og Grindavík, en liðin eru í 8.-9. sæti deildarinnar og komast átta efstu liðin í úrslitakeppnina. Snæfellingar tóku völdin í leiknum snemma og voru með sautján stiga forystu að loknum fyrri hálfleik, 54-37. Sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Stefán Karel Torfason átti stórleik í liði Snæfells og var með 27 stig, fimmtán fráköst og sjö stoðsendingar. Sherrod Wright kom næstur með 24 stig. Hjá FSu var Christopher Woods langstigahæstur með 39 stig en hann var þar að auki með nítján fráköst. Hjá FSu vantaði þá Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson en leikur Sunnlendinga bar þess merki að vængbrotið lið hafi mætt vestur. Snæfellingar voru aftur á móti búnir að endurheimta sína menn úr veikindum en eins og menn muna fór frekar fámennur hópur norður á Sauðarkrók í síðustu umferð Dominosdeildarinnar. Í leiknum í kvöld náði Snæfell strax frá upphafi að stjórna leiknum og virtist eins og FSu ætti mjög erfitt með að finna réttan takt. Skotin voru ekki að rata rétta leið og Sunnlendingarnir misstu Hólmarana hægt og rólega fram úr sér. Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir til að breyta gang leiksins virtust leikmenn FSu átta sig snemma á því að erfitt yrði að stöðva Hólmara á sínum heimavelli. Á meðan Hólmarar skoruðu jafnt og þétt úr sínum sóknum var fátt að rata rétta leið hjá Sunnlendingunum sem þurftu að sætta sig við stórt tap í kvöld.Erik Olsen: Erum með ungt lið og getum meira en við sýndum hér í kvöld „Við erum eina liðið á landinu þar sem átján og nítján ára einstaklingar fá tækifæri til að spreyta sig með þessum hætti í efstu deild. Við töpum og við töpuðum stórt í kvöld en til lengri tíma litið þá er það þessi reynsla sem á eftir að skila sér til leikmannana. Þessir einstaklingar eru að berjast og þeir eru að spila þann bolta sem við biðjum þá um að spila,“ sagði Erik Olsen eftir tapið í kvöld. Við reyndum að breyta varnaleiknum okkar og vorum að vinna með mismunandi svæðisvörn til þess að brjóta upp flæðið hjá Snæfelli. En Snæfellingar voru mjög góður að svara öllum okkar tilraunum til að taka völdin á vellinum. Þegar við fengum eitt eða tvö stopp svöruðu þeir strax.“Christopher Woods: Ætlum ekki að gefast upp „Það var gott að koma aftur heim og spila á móti strákunum. Þetta var eins og að hitta fjölskylduna sína. Við lögðum mikið á okkur sem lið, spiluðum hart og reyndum hvað við gátum,“ sagði Chris Woods eftir leik. „Við erum meðvitaðir um stöðu mála og vitum að við erum ekki að fara að spila í úrslitakeppninni. Við ætlum samt ekki að gefast upp og komum til með að berjast.“Ingi Þór: Gerðum það sem við þurftum til að vinna „Ég er ánægður með að fá stigin og tryggja okkur sigur hérna á heimavelli. Við eigum einn leik eftir hérna heima og okkur langar að líða sem best á heimavelli.“ „Það var meira flæði hjá okkur en mér fannst þeir ná allt of mörgum sóknarfráköstum. Ég var óánægður með það. En svona heilt yfir er ég auðvitað ánægður með sigurinn.“ „Við erum búnir að fá 120 stig að meðaltali á okkur í síðustu þremur leikjum og við erum búnir að einbeita okkur að því að ná að halda andstæðingnum undir hundrað stigum. Mér fannst við bara gera það vel í kvöld. Stefán var góður í dag og nýtti sér plássið sem hann fékk vel.“Snæfell-FSu 113-74 (31-16, 23-19, 31-20, 28-19)Snæfell: Stefán Karel Torfason 27/15 fráköst/7 stoðsendingar, Sherrod Nigel Wright 24/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst, Ólafur Torfason 3, Jón Páll Gunnarsson 2.FSu: Christopher Woods 39/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Þórarinn Friðriksson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Haukur Hreinsson 2, Maciej Klimaszewski 1.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira