Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Snæfell 114-85 | Fámennir Hólmarar steinlágu á Króknum Ísak Óli Traustason í Síkinu skrifar 18. febrúar 2016 20:45 Darrel Lewis varð fertugur á dögunum og varð stigahæstur í kvöld. vísir/anton Tindastóll sigraði Snæfell örugglega í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld 114 – 85. Gestirnir mættu einungis með 7 leikmenn á leikskýrslu í Síkið í kvöld á meðan að Darrel Flake var ekki í búning hjá heimamönnum. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks og leiddu leikinn í upphafi en Darrell Keith Lewis sem að ný orðinn fertugur mætti sömuleiðis ákveðinn til leiks og eftir fyrsta leikhluta þá leiddu heimamenn 28-24 og hinn fertugi Lewis kominn með 15 stig. Það var mikið flæði og mikill hraði í leiknum í öðrum leikhluta og að honum loknum var staðan skyndilega orðin 54-37 heimamönnum í vil og Myron Dempsey sem að byrjaði leikinn á bekknum var kominn með 19 stig í hálfleik. Hjá gestunum voru þeir Austin Bracey og Sherrod Wright að draga vagninn. Það var mikið um baráttu í þriðja leikhluta og gestirnir langt frá því að gefast upp. Austin Bracey héldu engin bönd og hann endaði þriðja leikhlutann á því að skora þriggja stiga körfu og fá víti að auki. Fjögura stiga sókn hjá honum og Snæfell vann þriðja leikhlutann 27-29 en staðan var samt sem áður 84 -66 að honum loknum. Heimamenn hófu fjórða leikhlutann að krafti og keyrðu mikið á fáliðaða gestina í Snæfell sem að börðust eins og ljón þrátt fyrir að lítið gengi upp. Tindastóll fékk margar auðveldar körfur á þessum kafla og unnu boltann trekk í trekk af gestunum. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 33- 19 og lokatölur urðu því 114 – 85. Hjá heimamönnum áttu þeir Darrel Lewis og Myron Dempsey stórgóðan leik. Lewis endaði með 35 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Minni á að hann er ný orðinn fertugur. Myron Dempsey kom svo af bekknum og endaði með 34 stig í 19 skotum á 24 mínútum spiluðum. Sturluð tölfræði. Hann átti mörg glæsileg tilþrif og var hann í raun og veru óstöðvandi hér í kvöld, í sannkölluðum skrímslaham. Pétur Rúnar Birgisson og Helgi Rafn Viggósson áttu einnig glimrandi góðan leik. Hjá gestunum var Austin Bracey frábær og endaði hann með 33 stig. Sherrod Wright endaði með 24 stig og 14 fráköst.Eftir sigurinn eru heimamenn í 7. sæti með 20 stig á meðan að Snæfell er í 9. sæti með 14 stig.Tindastóll-Snæfell 114-85 (28-24, 28-13, 25-29, 33-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 35/9 fráköst/6 stoðsendingar, Myron Dempsey 34, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst, Pálmi Þórsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 0, Svavar Atli Birgisson 0, Anthony Isaiah Gurley 0.Snæfell: Austin Magnus Bracey 33/5 fráköst, Sherrod Nigel Wright 24/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/8 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 6, Jón Páll Gunnarsson 5.Pétur Rúnar: Ætluðum að hlaupa á þá Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var að vonum sáttur með sigur sinna mann „Þetta er góður sigur, þetta er það sem að við lögðum upp með, við ætluðum að hlaupa á þá því að þeir voru fáir og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel og skoruðum 114 stig en fengum reyndar á okkur 85 sem að við eigum ekki að gera á móti svona liði,“ sagði Pétur. „Enn og aftur erum við að byrja hægt og sýnum karakter og komum inn í þetta í öðrum leikhluta. Við þurfum að fara að byrja leikina almennilega en það er jákvætt að við erum með karakter í það að koma aftur til baka eins og núna og vinna stóran sigur,“ bætti Pétur við. „Við þurfum að bæta vörnina og hvernig við byrjum leikina, við erum að byrja núna síðustu þrjá á því að lenda hátt í 10 stigum undir,“ sagði Pétur að lokum.Ingi Þór: Réðum ekkert við Dempsey Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var svekktur í leikslok. „Við áttum við gott lið að etja,“ sagði Ingi. „Ameríkaninn hjá þeim, einn af þessum hreppsbúum hérna byrjaði slakt, hann var mjög slakur leikmaður númer 9 (Anthony Gurley), Dempsey kom inn en áður en að hann kom þá var Lewis búinn að halda þeim algjörlega á floti með frábæra framistöðu,“ sagði Ingi. „Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt hérna en við réðum ekkert við Dempsey, ekki neitt, það var eins og það væri enginn að dekkann, við réðum ekkert við hann,“ bætti Ingi við. Þegar að blaðamaður Vísis spurði Inga hvort það væru einhver meiðsli í herbúðum þeirra því að þeir mættu einungis með 7 leikmenn í leikinn þá sagði Ingi: „Við erum með veikindi og svo voru menn uppteknir við vinnu en við náðum að fá Almar og Gulla í búning og náðum að vera sjö þannig en við báðum um frestun en fengum hana ekki í gegn,” sagði hann. „En við ætluðum að koma hingað til þess að vinna, sama hversu margir við erum, en við söknuðum Stefáns sárlega og Viktors líka. Þorbergur er búinn að spila vel en Jón Páll og Kristófer fengu gott tækifæri og ég er ekkert ósáttur með þetta en mér fannst Tindastóls liðið fá allt of mikið af auðveldum körfum,“ sagði hann. „Þeir refsuðu okkur alltaf fyrir mistök og við töpuðum hér í dag fyrir betra liði,“ sagði Ingi. Aðspurður út í framistöðu dómaranna í kvöld sagði Ingi: „Ég held að þeir hafi viðurkennt það sjálfir að þeir hafi ekki verið góðir í dag og ég held að ég hafi verið að mjatla það jafnt og þétt inn hjá þeim allan leikinn en við töpuðum ekki þessum leik á dómgæslunni.” „Tindastólsliðið fær að spila mjög fast hérna og ég er ekkert fyrsti þjálfarinn sem að er að tala eitthvað um það en þeir eru bara mjög physical og fá að spila þannig að þau lið sem að ætla að koma hingað og vinna þurfa að vera tilbúinn í að spila á móti svoleiðis og við vorum ekki klárir í það í dag og þess vegna fengu þeir svona mikið af auðveldum körfum,” sagði hann. Aðspurður út í jákvæðu punktanna í leik sinna manna fannst Inga að Jón Páll og Kristófer koma vel inn í leik sinna mann og að Austin hafi verið frábær og skotið mjög vel. „Ég vona að Austin ætli að klára tímabilið eins og hann var í dag. Við tökum það góða úr þessum leik í þann næsta og við erum að fara að spila við FSu í næstu umferð og við erum með okkar markmið fyrir framan okkur og við ætlum að nota allt það jákvæða úr þessum til þess að ná þeim markmiðum,” sagði Ingi að lokum.Costa: Við þurftum að sigra José Costa, sænski þjálfari Stólanna var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Þetta er heimaleikur, við þurfum sigra til þess að ná í úrslitakeppnina og þessi sigur á Snæfell er mjög mikilvægur vegna þess að þeir eru berjast um sæti í úrslitakeppninni líka,” sagði Costa og bætti því að þeir hefður þurft að vinna þetta lið og var hann ánægður með leik sinna manan og óskaði þeim til hamingju með vel leikinn leik. Þegar að Costa er spurður út það sem að betur má fara sagði hann: „Við getum alltaf gert hlutina betur, við gerðum mistök í að verjast skyttum þeirra. Þeir eru að skora mikið í síðustu þrem leikjum, eitthvað um 104 stig í leik og við náðum að halda þeim í 85 sem að er gott að mínu mati.” „Við erum ekki að byrja síðustu þrjá leiki vel og ég vil byrja með þá leikmenn inn á sem að stóðu sig best á æfingum í vikunni. Þeir eru ekki að byrja vel í dag, ég veit ekki hvað ég á að gera, kannski ég ætti að prófa að byrja með þá leikmenn sem að standa sig verst á æfingum,” sagði spænski þjálfarinn og brosti. „Sjáum til en við þurfum að gera eitthvað því að þetta eru þrír leikir í röð sem að við byrjum illa,” sagði Costa að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Tindastóll sigraði Snæfell örugglega í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld 114 – 85. Gestirnir mættu einungis með 7 leikmenn á leikskýrslu í Síkið í kvöld á meðan að Darrel Flake var ekki í búning hjá heimamönnum. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks og leiddu leikinn í upphafi en Darrell Keith Lewis sem að ný orðinn fertugur mætti sömuleiðis ákveðinn til leiks og eftir fyrsta leikhluta þá leiddu heimamenn 28-24 og hinn fertugi Lewis kominn með 15 stig. Það var mikið flæði og mikill hraði í leiknum í öðrum leikhluta og að honum loknum var staðan skyndilega orðin 54-37 heimamönnum í vil og Myron Dempsey sem að byrjaði leikinn á bekknum var kominn með 19 stig í hálfleik. Hjá gestunum voru þeir Austin Bracey og Sherrod Wright að draga vagninn. Það var mikið um baráttu í þriðja leikhluta og gestirnir langt frá því að gefast upp. Austin Bracey héldu engin bönd og hann endaði þriðja leikhlutann á því að skora þriggja stiga körfu og fá víti að auki. Fjögura stiga sókn hjá honum og Snæfell vann þriðja leikhlutann 27-29 en staðan var samt sem áður 84 -66 að honum loknum. Heimamenn hófu fjórða leikhlutann að krafti og keyrðu mikið á fáliðaða gestina í Snæfell sem að börðust eins og ljón þrátt fyrir að lítið gengi upp. Tindastóll fékk margar auðveldar körfur á þessum kafla og unnu boltann trekk í trekk af gestunum. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 33- 19 og lokatölur urðu því 114 – 85. Hjá heimamönnum áttu þeir Darrel Lewis og Myron Dempsey stórgóðan leik. Lewis endaði með 35 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Minni á að hann er ný orðinn fertugur. Myron Dempsey kom svo af bekknum og endaði með 34 stig í 19 skotum á 24 mínútum spiluðum. Sturluð tölfræði. Hann átti mörg glæsileg tilþrif og var hann í raun og veru óstöðvandi hér í kvöld, í sannkölluðum skrímslaham. Pétur Rúnar Birgisson og Helgi Rafn Viggósson áttu einnig glimrandi góðan leik. Hjá gestunum var Austin Bracey frábær og endaði hann með 33 stig. Sherrod Wright endaði með 24 stig og 14 fráköst.Eftir sigurinn eru heimamenn í 7. sæti með 20 stig á meðan að Snæfell er í 9. sæti með 14 stig.Tindastóll-Snæfell 114-85 (28-24, 28-13, 25-29, 33-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 35/9 fráköst/6 stoðsendingar, Myron Dempsey 34, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst, Pálmi Þórsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 0, Svavar Atli Birgisson 0, Anthony Isaiah Gurley 0.Snæfell: Austin Magnus Bracey 33/5 fráköst, Sherrod Nigel Wright 24/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/8 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 6, Jón Páll Gunnarsson 5.Pétur Rúnar: Ætluðum að hlaupa á þá Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var að vonum sáttur með sigur sinna mann „Þetta er góður sigur, þetta er það sem að við lögðum upp með, við ætluðum að hlaupa á þá því að þeir voru fáir og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel og skoruðum 114 stig en fengum reyndar á okkur 85 sem að við eigum ekki að gera á móti svona liði,“ sagði Pétur. „Enn og aftur erum við að byrja hægt og sýnum karakter og komum inn í þetta í öðrum leikhluta. Við þurfum að fara að byrja leikina almennilega en það er jákvætt að við erum með karakter í það að koma aftur til baka eins og núna og vinna stóran sigur,“ bætti Pétur við. „Við þurfum að bæta vörnina og hvernig við byrjum leikina, við erum að byrja núna síðustu þrjá á því að lenda hátt í 10 stigum undir,“ sagði Pétur að lokum.Ingi Þór: Réðum ekkert við Dempsey Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var svekktur í leikslok. „Við áttum við gott lið að etja,“ sagði Ingi. „Ameríkaninn hjá þeim, einn af þessum hreppsbúum hérna byrjaði slakt, hann var mjög slakur leikmaður númer 9 (Anthony Gurley), Dempsey kom inn en áður en að hann kom þá var Lewis búinn að halda þeim algjörlega á floti með frábæra framistöðu,“ sagði Ingi. „Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt hérna en við réðum ekkert við Dempsey, ekki neitt, það var eins og það væri enginn að dekkann, við réðum ekkert við hann,“ bætti Ingi við. Þegar að blaðamaður Vísis spurði Inga hvort það væru einhver meiðsli í herbúðum þeirra því að þeir mættu einungis með 7 leikmenn í leikinn þá sagði Ingi: „Við erum með veikindi og svo voru menn uppteknir við vinnu en við náðum að fá Almar og Gulla í búning og náðum að vera sjö þannig en við báðum um frestun en fengum hana ekki í gegn,” sagði hann. „En við ætluðum að koma hingað til þess að vinna, sama hversu margir við erum, en við söknuðum Stefáns sárlega og Viktors líka. Þorbergur er búinn að spila vel en Jón Páll og Kristófer fengu gott tækifæri og ég er ekkert ósáttur með þetta en mér fannst Tindastóls liðið fá allt of mikið af auðveldum körfum,“ sagði hann. „Þeir refsuðu okkur alltaf fyrir mistök og við töpuðum hér í dag fyrir betra liði,“ sagði Ingi. Aðspurður út í framistöðu dómaranna í kvöld sagði Ingi: „Ég held að þeir hafi viðurkennt það sjálfir að þeir hafi ekki verið góðir í dag og ég held að ég hafi verið að mjatla það jafnt og þétt inn hjá þeim allan leikinn en við töpuðum ekki þessum leik á dómgæslunni.” „Tindastólsliðið fær að spila mjög fast hérna og ég er ekkert fyrsti þjálfarinn sem að er að tala eitthvað um það en þeir eru bara mjög physical og fá að spila þannig að þau lið sem að ætla að koma hingað og vinna þurfa að vera tilbúinn í að spila á móti svoleiðis og við vorum ekki klárir í það í dag og þess vegna fengu þeir svona mikið af auðveldum körfum,” sagði hann. Aðspurður út í jákvæðu punktanna í leik sinna manna fannst Inga að Jón Páll og Kristófer koma vel inn í leik sinna mann og að Austin hafi verið frábær og skotið mjög vel. „Ég vona að Austin ætli að klára tímabilið eins og hann var í dag. Við tökum það góða úr þessum leik í þann næsta og við erum að fara að spila við FSu í næstu umferð og við erum með okkar markmið fyrir framan okkur og við ætlum að nota allt það jákvæða úr þessum til þess að ná þeim markmiðum,” sagði Ingi að lokum.Costa: Við þurftum að sigra José Costa, sænski þjálfari Stólanna var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Þetta er heimaleikur, við þurfum sigra til þess að ná í úrslitakeppnina og þessi sigur á Snæfell er mjög mikilvægur vegna þess að þeir eru berjast um sæti í úrslitakeppninni líka,” sagði Costa og bætti því að þeir hefður þurft að vinna þetta lið og var hann ánægður með leik sinna manan og óskaði þeim til hamingju með vel leikinn leik. Þegar að Costa er spurður út það sem að betur má fara sagði hann: „Við getum alltaf gert hlutina betur, við gerðum mistök í að verjast skyttum þeirra. Þeir eru að skora mikið í síðustu þrem leikjum, eitthvað um 104 stig í leik og við náðum að halda þeim í 85 sem að er gott að mínu mati.” „Við erum ekki að byrja síðustu þrjá leiki vel og ég vil byrja með þá leikmenn inn á sem að stóðu sig best á æfingum í vikunni. Þeir eru ekki að byrja vel í dag, ég veit ekki hvað ég á að gera, kannski ég ætti að prófa að byrja með þá leikmenn sem að standa sig verst á æfingum,” sagði spænski þjálfarinn og brosti. „Sjáum til en við þurfum að gera eitthvað því að þetta eru þrír leikir í röð sem að við byrjum illa,” sagði Costa að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira