Umfjöllun og viðtöl: KR - Höttur 87-78 | KR-ingar númeri of sterkir fyrir spræka Hattarmenn Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 4. febrúar 2016 22:00 Ægir Þór Steinarsson, leikmaður KR. vísir/anton brink KR-ingar voru einfaldlega númeri of sterkir fyrir annars spræka Hattarmenn í 87-78 sigri í DHL-höllinni í kvöld en botnlið deildarinnar leiddi allan fyrri hálfleik leiksins. Höttur byrjaði leikinn af krafti og leiddi í hálfleik með fjórum stigum en góður þriðji leikhluti KR-inga gerði útslagið fyrir Íslandsmeistarana. Áttu eflaust fæstir von á öðru en að leikmenn Hattar yrðu einfaldlega fallbyssufóður fyrir Íslandsmeistarana í KR en KR-ingar unnu fyrri leik liðanna með 35 stiga mun á Egilsstöðum. Áttu leikmenn Hattar í miklum vandræðum með allar sóknaraðgerðir í þeim leik og lauk leiknum 85-50 en leikplan liðsins var mun betra í fyrri hálfleik í kvöld. Gestirnir frá Egilsstöðum byrjuðu leikinn betur og voru einfaldlega skrefinu á undan frá fyrstu mínútu. Náði Höttur þegar mest var sjö stiga forskoti KR-ingar sem voru slakir í fyrsta leikhluta náðu að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komast upp úr öðrum gír. Á sama tíma voru lykilleikmenn Hattar, Tobin Carberry og Mirko Stefán Virjevic að leika lausum hala í sóknarleiknum. Hattarmenn voru með forskotið lengst af í öðrum leikhluta og voru KR-ingar alltaf að eltast við spræka leikmenn Hattar sem tóku nokkuð óvænt fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn, 41-37. KR-ingar sýndu loksins sitt rétta andlit í þriðja leikhluta og voru ekki lengi að ná forskotinu. Sóknarleikur liðsins fór á flug og fóru þriggja stiga skot liðsins að detta á sama tíma og liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum. Töpuðu Hattarmenn 7 boltum í þriðja leikhluta eftir að hafa aðeins tapað fjórum í fyrri hálfleik og nýttu KR-ingar sér það til hins ítrasta. Hittu KR-ingar úr sex þriggja stiga skotum með stuttu millibili og náðu 13 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Leikmenn Hattar voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp í fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn niður í sex stig um miðbik leikhlutans en þá virtust orkubirgðir liðsins einfaldlega vera á þrotum. Tobin Carberry gerði allt sitt besta til þess að halda liðinu inn í leiknum með 33 stig en aðrir leikmenn liðsins náðu ekki að styðja við bakið á honum á lokamínútum leiksins. Lauk leiknum með níu stiga sigri KR-inga sem geta andað léttar eftir að hafa sloppið með sigur í leik sem flestir töldu að yrði skyldusigur fyrir tvöfalda Íslandsmeistara. Brynjar Þór Björnsson fór fyrir liði KR með 24 stig en Craion bætti við 21 stigi eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi leiksins. Í liði gestanna var það Carberry sem stóð upp úr með 33 stig og ellefu fráköst en Mirko náði sér ekki á strik í seinni hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik. Finnur: Komum allt of slakir til leiks„Maður á að þurfa að svitna fyrir sigrinum og við gerðum það ekki framan af. Við tökum stigunum tveimur fagnandi gegn mjög öflugu liði Hattar í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, að leikslokum. Finnur segir að leikmenn liðsins hafi einfaldlega vanmetið andstæðing kvöldsins. „Þetta var bara einfaldlega vanmat. Við höfum verið að spila á móti liðum ofar í töflunni og síðan mætum við neðsta liðinu. Við komum allt of slakir til leiks og ég viðurkenni það alveg gegn liði sem má ekki vanmeta. Þótt þeir séu búnir að tapa þessum leikjum hafa þeir yfirleitt verið inn í leikjunum fram að lokaflautinu. Þeir gripu okkur með buxurnar niðri í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir að hafa verið óvænt fjórum stigum undir í hálfleik sagðist Finnur ekki hafa tekið hárblásara-meðferðina á leikmennina í hálfleik. „Grunnatriði íþrótta er að leggja sig fram í hverjum leik og það fór því miður úrskeiðis í fyrri hálfleik. Við fórum einfaldlega yfir hlutina og það sem við þyrftum að kippa í lag í seinni hálfleiknum,“ sagði Finnur sem hrósaði mótherjum kvöldsins. „Hattarmenn spiluðu vel í kvöld og við lentum í stökustu vandræðum með Toby. Þegar okkur tókst svo að loka á Mirko steig Hreinn upp með stórar körfur.“ Hattarmenn hafa náð að standa í andstæðingum sínum í allan vetur en hafa aðeins náð að vinna einn leik. „Maður vorkennir eiginlega Hattarliðinu því þeir hafa spilað vel í mörgum leikjum en ekki fengið nægilega mörg stig. Ég vona að þeir haldi þessu áfram og þá fara stigin að koma,“ sagði Finnur að lokum. Viðar: Hefði verið auðvelt að brotna og tapa með 20-30 stigum„Það er alltaf jafn svekkjandi að tapa en ég er ánægður með frammistöðuna í dag. Ég held að við séum að gera rétta hluti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, brattur að leikslokum í kvöld. „Það er spennandi að koma hingað og mæta ríkjandi meisturunum og mér fannst við vera að gera vel. Þeir þrýstu okkur úr því sem við vorum að gera í þriðja leikhluta en við héldum áfram að berjast og gerðum sömu hlutina og við höfðum talað um fyrir leik,“ sagði Viðar sem hrósaði viðhorfi liðsins eftir áhlaup KR-inga í þriðja leikhluta. „Það hefði verið auðvelt fyrir botnliðið að brotna og tapa með 20 eða 30 stigum þegar þeir fóru á skrið en við kláruðum þetta vel og gerðum þetta að leik aftur í fjórða leikhluta.“ Viðar tók undir að leikplanið hefði gengið vel í upphafi leiks. „Þetta var það sem ég lagði upp með en við erum ekki að ná að vinna leiki. Við þurfum að fara að klára leiki og safna stigum en við höfum verið að gera mun betur eftir áramót,“ sagði Viðar sem viðurkenndi að verkefnið hefði verið erfitt. „Það er ekkert að því að segja það að KR er með mun betra lið en Höttur en við náðum að gera leik úr þessu. Við tökum þetta og setjum í reynslubankann, ég er ánægður með margt hjá strákunum,“ sagði Viðar og bætti við: „Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og við erum að reyna að auka hraðann í leik okkar í þann gæðaflokk sem krafist er í úrvalsdeildinni. Við erum með nokkra leikmenn sem fólk þekkir ekki en eru að koma og standa sig vel inn á vellinum og það er hægt að byggja á þessu. Brynjar Þór: Vorum eins og lítil blóm í fyrri hálfleik„Þetta var mjög erfiður leikur, við vorum kraftlausir og litlir í okkur í fyrri hálfleik. Við vorum full viðkvæmir, eiginlega eins og lítil blóm en við stigum upp í seinni hálfleik,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í upphafi leiksins í kvöld. „Við gerðum nóg í þriðja leikhluta til þess að klára þennan leik en í fjórða leikhluti fórum við aftur í sama far sem var ekki nægilega gott.“ Brynjar tók undir orð þjálfarans að KR-ingar hefðu eflaust vanmetið leikmenn Hattar. „Ég var sjálfur full rólegur fyrir leikinn og ætlaði að njóta þess að spila en það fór á hina leiðina. Við vorum of flatir og vorum ekki tilbúnir til þess að hafa gaman af þessu,“ sagði Brynjar og bætti við: „Það var smá vanmat, við bjuggumst við sigri í þessum leik. Það má ekki vanmeta neitt lið í þessari deild sem betur fer. Vanmat kemur í bakið á liðum en okkur tókst að hafa þetta.“ Brynjar sagði að andrúmsloftið hefði verið rólegt í hálfleik þrátt fyrir að vera óvænt undir. „Finnur var rólegur. Hann skyldi það vel hvað hefði farið úrskeiðis. Við erum búnir að vera í erfiðri törn í janúar gegn toppliðunum í deildinni og í bikar og hann skyldi að menn hefðu komið aðeins rólegri inn í þennan leik. Hann vissi að ef við myndum stíga upp myndi þetta ganga upp.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
KR-ingar voru einfaldlega númeri of sterkir fyrir annars spræka Hattarmenn í 87-78 sigri í DHL-höllinni í kvöld en botnlið deildarinnar leiddi allan fyrri hálfleik leiksins. Höttur byrjaði leikinn af krafti og leiddi í hálfleik með fjórum stigum en góður þriðji leikhluti KR-inga gerði útslagið fyrir Íslandsmeistarana. Áttu eflaust fæstir von á öðru en að leikmenn Hattar yrðu einfaldlega fallbyssufóður fyrir Íslandsmeistarana í KR en KR-ingar unnu fyrri leik liðanna með 35 stiga mun á Egilsstöðum. Áttu leikmenn Hattar í miklum vandræðum með allar sóknaraðgerðir í þeim leik og lauk leiknum 85-50 en leikplan liðsins var mun betra í fyrri hálfleik í kvöld. Gestirnir frá Egilsstöðum byrjuðu leikinn betur og voru einfaldlega skrefinu á undan frá fyrstu mínútu. Náði Höttur þegar mest var sjö stiga forskoti KR-ingar sem voru slakir í fyrsta leikhluta náðu að minnka muninn niður í eitt stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komast upp úr öðrum gír. Á sama tíma voru lykilleikmenn Hattar, Tobin Carberry og Mirko Stefán Virjevic að leika lausum hala í sóknarleiknum. Hattarmenn voru með forskotið lengst af í öðrum leikhluta og voru KR-ingar alltaf að eltast við spræka leikmenn Hattar sem tóku nokkuð óvænt fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn, 41-37. KR-ingar sýndu loksins sitt rétta andlit í þriðja leikhluta og voru ekki lengi að ná forskotinu. Sóknarleikur liðsins fór á flug og fóru þriggja stiga skot liðsins að detta á sama tíma og liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum. Töpuðu Hattarmenn 7 boltum í þriðja leikhluta eftir að hafa aðeins tapað fjórum í fyrri hálfleik og nýttu KR-ingar sér það til hins ítrasta. Hittu KR-ingar úr sex þriggja stiga skotum með stuttu millibili og náðu 13 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Leikmenn Hattar voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp í fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn niður í sex stig um miðbik leikhlutans en þá virtust orkubirgðir liðsins einfaldlega vera á þrotum. Tobin Carberry gerði allt sitt besta til þess að halda liðinu inn í leiknum með 33 stig en aðrir leikmenn liðsins náðu ekki að styðja við bakið á honum á lokamínútum leiksins. Lauk leiknum með níu stiga sigri KR-inga sem geta andað léttar eftir að hafa sloppið með sigur í leik sem flestir töldu að yrði skyldusigur fyrir tvöfalda Íslandsmeistara. Brynjar Þór Björnsson fór fyrir liði KR með 24 stig en Craion bætti við 21 stigi eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi leiksins. Í liði gestanna var það Carberry sem stóð upp úr með 33 stig og ellefu fráköst en Mirko náði sér ekki á strik í seinni hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik. Finnur: Komum allt of slakir til leiks„Maður á að þurfa að svitna fyrir sigrinum og við gerðum það ekki framan af. Við tökum stigunum tveimur fagnandi gegn mjög öflugu liði Hattar í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, að leikslokum. Finnur segir að leikmenn liðsins hafi einfaldlega vanmetið andstæðing kvöldsins. „Þetta var bara einfaldlega vanmat. Við höfum verið að spila á móti liðum ofar í töflunni og síðan mætum við neðsta liðinu. Við komum allt of slakir til leiks og ég viðurkenni það alveg gegn liði sem má ekki vanmeta. Þótt þeir séu búnir að tapa þessum leikjum hafa þeir yfirleitt verið inn í leikjunum fram að lokaflautinu. Þeir gripu okkur með buxurnar niðri í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir að hafa verið óvænt fjórum stigum undir í hálfleik sagðist Finnur ekki hafa tekið hárblásara-meðferðina á leikmennina í hálfleik. „Grunnatriði íþrótta er að leggja sig fram í hverjum leik og það fór því miður úrskeiðis í fyrri hálfleik. Við fórum einfaldlega yfir hlutina og það sem við þyrftum að kippa í lag í seinni hálfleiknum,“ sagði Finnur sem hrósaði mótherjum kvöldsins. „Hattarmenn spiluðu vel í kvöld og við lentum í stökustu vandræðum með Toby. Þegar okkur tókst svo að loka á Mirko steig Hreinn upp með stórar körfur.“ Hattarmenn hafa náð að standa í andstæðingum sínum í allan vetur en hafa aðeins náð að vinna einn leik. „Maður vorkennir eiginlega Hattarliðinu því þeir hafa spilað vel í mörgum leikjum en ekki fengið nægilega mörg stig. Ég vona að þeir haldi þessu áfram og þá fara stigin að koma,“ sagði Finnur að lokum. Viðar: Hefði verið auðvelt að brotna og tapa með 20-30 stigum„Það er alltaf jafn svekkjandi að tapa en ég er ánægður með frammistöðuna í dag. Ég held að við séum að gera rétta hluti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, brattur að leikslokum í kvöld. „Það er spennandi að koma hingað og mæta ríkjandi meisturunum og mér fannst við vera að gera vel. Þeir þrýstu okkur úr því sem við vorum að gera í þriðja leikhluta en við héldum áfram að berjast og gerðum sömu hlutina og við höfðum talað um fyrir leik,“ sagði Viðar sem hrósaði viðhorfi liðsins eftir áhlaup KR-inga í þriðja leikhluta. „Það hefði verið auðvelt fyrir botnliðið að brotna og tapa með 20 eða 30 stigum þegar þeir fóru á skrið en við kláruðum þetta vel og gerðum þetta að leik aftur í fjórða leikhluta.“ Viðar tók undir að leikplanið hefði gengið vel í upphafi leiks. „Þetta var það sem ég lagði upp með en við erum ekki að ná að vinna leiki. Við þurfum að fara að klára leiki og safna stigum en við höfum verið að gera mun betur eftir áramót,“ sagði Viðar sem viðurkenndi að verkefnið hefði verið erfitt. „Það er ekkert að því að segja það að KR er með mun betra lið en Höttur en við náðum að gera leik úr þessu. Við tökum þetta og setjum í reynslubankann, ég er ánægður með margt hjá strákunum,“ sagði Viðar og bætti við: „Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og við erum að reyna að auka hraðann í leik okkar í þann gæðaflokk sem krafist er í úrvalsdeildinni. Við erum með nokkra leikmenn sem fólk þekkir ekki en eru að koma og standa sig vel inn á vellinum og það er hægt að byggja á þessu. Brynjar Þór: Vorum eins og lítil blóm í fyrri hálfleik„Þetta var mjög erfiður leikur, við vorum kraftlausir og litlir í okkur í fyrri hálfleik. Við vorum full viðkvæmir, eiginlega eins og lítil blóm en við stigum upp í seinni hálfleik,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í upphafi leiksins í kvöld. „Við gerðum nóg í þriðja leikhluta til þess að klára þennan leik en í fjórða leikhluti fórum við aftur í sama far sem var ekki nægilega gott.“ Brynjar tók undir orð þjálfarans að KR-ingar hefðu eflaust vanmetið leikmenn Hattar. „Ég var sjálfur full rólegur fyrir leikinn og ætlaði að njóta þess að spila en það fór á hina leiðina. Við vorum of flatir og vorum ekki tilbúnir til þess að hafa gaman af þessu,“ sagði Brynjar og bætti við: „Það var smá vanmat, við bjuggumst við sigri í þessum leik. Það má ekki vanmeta neitt lið í þessari deild sem betur fer. Vanmat kemur í bakið á liðum en okkur tókst að hafa þetta.“ Brynjar sagði að andrúmsloftið hefði verið rólegt í hálfleik þrátt fyrir að vera óvænt undir. „Finnur var rólegur. Hann skyldi það vel hvað hefði farið úrskeiðis. Við erum búnir að vera í erfiðri törn í janúar gegn toppliðunum í deildinni og í bikar og hann skyldi að menn hefðu komið aðeins rólegri inn í þennan leik. Hann vissi að ef við myndum stíga upp myndi þetta ganga upp.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira