Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 129-110 | Keflavík skoraði 131 stig í fyrsta leik Hill Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni í Keflavík skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Valur Orri Valsson var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Jerome Hill byrjar vel með Keflavíkurliðinu en hann var hársbreidda frá þrennunni í fyrsta leik sínum þegar Keflvíkingar unnu 19 stiga heimasigur á Snæfelli, 131-112. Það var lítið um varnarleik á Sunnubrautinni í kvöld enda skoruðu Snæfellingar 112 stig en töpuðu samt með 19 stiga mun. Valur Orri Valsson átti frábæran leik en hann skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Valur Orri hitti úr 7 af 10 skotum sínum og öllum níu vítunum. Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum. Keflavíkurliðið skoraði 32 stig eða meira í fyrstu þremur leikhlutunum og var komið með 102 stig fyrir lokaleikhlutann. Keflavík vann alla fjóra leikhlutana og sigur liðsins var aldrei í mikilli hættu eftir að liðið komst í 28-16 í fyrsta leikhlutanum. Það dugði ekki Snæfelli að þrír leikmenn liðsins skoruðu 23 stig að meira í kvöld. Keflvíkingar tóku á móti Snæfelli í 16. umferð Domino´s - deild karla í kvöld. Snæfell, sem margir vilja meina að hafi komið á óvart þar sem af er vetri, hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Keflvíkingar hafa fengið nýjan leikmann til sín en það er Jerome Hill fyrrum leikmann Tindastóls í stað Earl Brow jr. Einhverjir urðu hissa á því Keflvíkingar eru á toppnum og Earl Brown jr. var með 25 stig, 15 fráköst og tæplega 28 framlags punkta í leik. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks þó voru Keflvíkingar á undan að skora. Keflvíkingar leituðu mikið á nýja leikmanninn, Jerome Hill, í upphafi leiks. Greinilegt var að Snæfellingar ætluðu að selja sig dýrt og börðust eins og ljón. Undir lok leikhlutans náði Keflavík þægilegu forskoti og leiddu eftir fyrsta leikhluta 32 - 23. Annar leikhluti var svolítið furðulegur. Liðin skoruðu nánast í hverri sókn enda var hitnin mjög góð hjá báðum liðum.Keflvíkingar héldu þó forustunni sem þeir náðu í fyrsta leikhluta með þá Jerome Hill, Val Orra og Reggie Dupree í aðalhlutverki. Hjá snæfell voru þeir Sigurður Þorvaldsson, Sherrod Wright og Austin Brracey í algerum sérflokki. Þegar fyrri hálfleik lauk var stað 71 - 60 fyrir Keflavík. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og þeim fyrri, leikmenn voru að hitta mjög vel. Snæfellingar komu grimmir til leiks eins og í þeim fyrri, þeir voru ekki lengi að minka muninn í þrjú stig en þar við sat. Keflvíkingar fóru að gera sem þeir gera best hlaupa og skjóta. Við það jókst hraðinn í leiknum sem Snæfell réðu illa við. Keflvíkingar leiddu eftir þriðja leikhluta 105 - 87. Í upphafi fjórða fóru náðu Keflvíkingar að auka forskotið enn meira með hraða sínum. Snæfell var meira komið í eltingarleik þegar þarna var komið við sögu en þeir voru að hitta vel eins og Keflvíkingar. Þegar leið á fjórði leikhluti var þetta eingöngu spurning hvað mörg stig yrðu skoruð í leiknum. Svo fór að Keflvíkingar fóru með sigur að hólmi nokkuð öruggan 131 - 112. Bestir í liði heimamanna voru þeir Valur Orri Valsson, Jeome Hill og Magnús Már Traustason einnig átti hinn síungi Magnús Þór Gunnarsson góða innkomu af bekknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Hjá Snæfell voru þeir Sherrod Wright, Austin Bracey og Sigurður Þorvaldsson í algerum sérflokki. Ingi Þór Steinþórsson mætti eingöngu með níu leikmenn en það vantaði þrjá fastamenn í liðið.Keflavík-Snæfell 131-112 (32-23, 39-37, 34-27, 26-25)Keflavík: Valur Orri Valsson 27/4 fráköst/14 stoðsendingar, Jerome Hill 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 20, Reggie Dupree 14/6 fráköst, Magnús Már Traustason 14, Ágúst Orrason 9, Andrés Kristleifsson 8, Guðmundur Jónsson 7/5 fráköst, Andri Daníelsson 5, Arnór Ingi Ingvason 5.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 33/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 28, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/10 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 3, Ólafur Torfason 2/5 fráköst. Jerome Hill.Vísir/ErnirJerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill var að spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í kvöld og stóð hann sig mjög vel en Keflvíkingar sendu Earl Brown heim í síðustu viku og kom það mörgum á óvart. „Ég tel að ég geti gert betur en Earl Brow gerði þó ég viti ekki hvað hann gerið. Ég er liðsmaður, ég legg mig fram og ég vill leggja mitt að mörkum til þess að sigra. Mig langar að spila góða vörn.” Jerome Hill er strax farinn að líða betur í Keflavík en á Sauðárkróki „Fólkið hérna hefur tekið vel á móti mér frá fyrsta degi, það er þungu fargi af mér létt eftir að ég fór frá Tindastól. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði skammaður ef ég geri mistök þetta er körfubolti og við gerum mistök. Mér finnst mér vera frjáls” segir Jerome Hill að lokum greinilega sáttur við vistaskiptin.Sigurður Þorvaldsson.Vísir/StefánSigurður: Þegar þú spilar „run and gun” á móti Keflavík þá tapar þú Sigurður Þorvaldsson átti afbragðs leik í kvöld en það dugði ekki til að þessu sinni. „Við mættum hér og fórum að hlaupa með Keflavík og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þeir fengu að spila sinn leik en við ekki okkar. Mér fannst við ekki vera í því sem við ætluðum að gera”. „Þegar þú spilar „run and gun” með Keflavík þá tapar þú, við höfum ekki notað þennan leikstíl og það sást vel í dag. Hittnin var mjög góð hjá öllum leikmönnum í kvöld. Það var nánast sama hver skaut og hvar menn voru það var allt ofaní”. „Við erum að fara spila við KR í næsta leika og verðum að spila vörn þá ef ekki þá verðum við jarðaðir. Við erum búnir að vinna góða sigra en við erum að detta niður inn á milli. Við erum ekki með stærsta æfingahópinn og þegar vantar menn á æfingar þá koma svona leikir þar sem við erum ekki rétt tengdir”. sagði Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells en þeirra bíður erfitt verkefni næst á móti KRIngi Þór: Við fórum að hlaupa með Keflavík og þeir litu út eins og súperstjörnur Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var sáttur við sóknarleik sinna manna í kvöld „Menn voru lítið að leggja áherslu á vörn og það var auðvelt að gefa boltann hjá báðum liðum. Ég er stoltur af sóknarleik minna mannaen ég vildi fá meiri varnarleik. Við fórum að hlaupa með Keflavík og þeir litu út eins og súperstjörnur. Bandaríski leikmaðurinn þeirra á ekki eftir að eiga svona leik aftur”. „Við erum hópur af fáum mönnum það vantar þrjá í hópinn í dag en ég er stoltur hvernig menn mættu í leikinn. Við skoruðum 112 stig á Keflavík sem skoruðu eingöngu 69 stig í síðasta leik á móti Hetti. Það hefur losnað einhver stífla hjá þeim eftir þann leik”. „KR er með flott lið og er að spila betur og betur eftir því sem líður á mótið. Við verðum á heimavelli og við ætlum að selja okkur dýrt. Okkur vantar stig til þess að ná okkar markmiðum”. sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells eftir tapið í KeflavíkSigurður Ingimundarson.Vísir/VilhelmSigurður: Ánægður með hvernig Jerome Hill byrjar Sigurður Ingimundarson var að vonum sáttur með sigurinn og tekur öllum sigrum fagnandi „Ég er ánægður með alla sigra, við tökum þeim öllum fagnandi. Þetta var kannski ekki besti leikurinn sem við höfum boðið upp á varnarlega en sóknarlega vorum við góðir. Leikmenn voru að hitta í báðum liðum mjög vel og erfitt að koma í veg fyrir það þegar menn hitta allstaðar.” Keflvíkingar skiptu um Bandaríkjamann í síðustu viku og fengu Jerome Hill frá Tindastól í stað Earl Brown „Ég er ánægður með Jerome Hill, hann hentar okkur vel. Það er mikil vinna eftir hjá honum hann er ný kominn en ég er ánægður með hvernig hann byrjar”. Earl Brown skoraði 25 stig og tók 12 fráköst í leik en samt létu Keflvíkingar hann fara „Tölfræðin hans er flott en við erum ekki að keppa í tölfræði. Það var margt sem við vorum ekki sáttir með hjá honum frábær drengur og ágætur í körfu á köflum. Stundum alveg frábær en ekki nógu stöðugur og hann var ekki að veita liðunum sem því vantaði.” sagði Sigurður Ingimundarson eftir sigur sinna manna á Snæfell og var hann ánægður með byrjunina hjá Jerome Hill.Textalýsingin frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar er hér fyrir neðan.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Jerome Hill byrjar vel með Keflavíkurliðinu en hann var hársbreidda frá þrennunni í fyrsta leik sínum þegar Keflvíkingar unnu 19 stiga heimasigur á Snæfelli, 131-112. Það var lítið um varnarleik á Sunnubrautinni í kvöld enda skoruðu Snæfellingar 112 stig en töpuðu samt með 19 stiga mun. Valur Orri Valsson átti frábæran leik en hann skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Valur Orri hitti úr 7 af 10 skotum sínum og öllum níu vítunum. Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum. Keflavíkurliðið skoraði 32 stig eða meira í fyrstu þremur leikhlutunum og var komið með 102 stig fyrir lokaleikhlutann. Keflavík vann alla fjóra leikhlutana og sigur liðsins var aldrei í mikilli hættu eftir að liðið komst í 28-16 í fyrsta leikhlutanum. Það dugði ekki Snæfelli að þrír leikmenn liðsins skoruðu 23 stig að meira í kvöld. Keflvíkingar tóku á móti Snæfelli í 16. umferð Domino´s - deild karla í kvöld. Snæfell, sem margir vilja meina að hafi komið á óvart þar sem af er vetri, hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Keflvíkingar hafa fengið nýjan leikmann til sín en það er Jerome Hill fyrrum leikmann Tindastóls í stað Earl Brow jr. Einhverjir urðu hissa á því Keflvíkingar eru á toppnum og Earl Brown jr. var með 25 stig, 15 fráköst og tæplega 28 framlags punkta í leik. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks þó voru Keflvíkingar á undan að skora. Keflvíkingar leituðu mikið á nýja leikmanninn, Jerome Hill, í upphafi leiks. Greinilegt var að Snæfellingar ætluðu að selja sig dýrt og börðust eins og ljón. Undir lok leikhlutans náði Keflavík þægilegu forskoti og leiddu eftir fyrsta leikhluta 32 - 23. Annar leikhluti var svolítið furðulegur. Liðin skoruðu nánast í hverri sókn enda var hitnin mjög góð hjá báðum liðum.Keflvíkingar héldu þó forustunni sem þeir náðu í fyrsta leikhluta með þá Jerome Hill, Val Orra og Reggie Dupree í aðalhlutverki. Hjá snæfell voru þeir Sigurður Þorvaldsson, Sherrod Wright og Austin Brracey í algerum sérflokki. Þegar fyrri hálfleik lauk var stað 71 - 60 fyrir Keflavík. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og þeim fyrri, leikmenn voru að hitta mjög vel. Snæfellingar komu grimmir til leiks eins og í þeim fyrri, þeir voru ekki lengi að minka muninn í þrjú stig en þar við sat. Keflvíkingar fóru að gera sem þeir gera best hlaupa og skjóta. Við það jókst hraðinn í leiknum sem Snæfell réðu illa við. Keflvíkingar leiddu eftir þriðja leikhluta 105 - 87. Í upphafi fjórða fóru náðu Keflvíkingar að auka forskotið enn meira með hraða sínum. Snæfell var meira komið í eltingarleik þegar þarna var komið við sögu en þeir voru að hitta vel eins og Keflvíkingar. Þegar leið á fjórði leikhluti var þetta eingöngu spurning hvað mörg stig yrðu skoruð í leiknum. Svo fór að Keflvíkingar fóru með sigur að hólmi nokkuð öruggan 131 - 112. Bestir í liði heimamanna voru þeir Valur Orri Valsson, Jeome Hill og Magnús Már Traustason einnig átti hinn síungi Magnús Þór Gunnarsson góða innkomu af bekknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Hjá Snæfell voru þeir Sherrod Wright, Austin Bracey og Sigurður Þorvaldsson í algerum sérflokki. Ingi Þór Steinþórsson mætti eingöngu með níu leikmenn en það vantaði þrjá fastamenn í liðið.Keflavík-Snæfell 131-112 (32-23, 39-37, 34-27, 26-25)Keflavík: Valur Orri Valsson 27/4 fráköst/14 stoðsendingar, Jerome Hill 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 20, Reggie Dupree 14/6 fráköst, Magnús Már Traustason 14, Ágúst Orrason 9, Andrés Kristleifsson 8, Guðmundur Jónsson 7/5 fráköst, Andri Daníelsson 5, Arnór Ingi Ingvason 5.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 33/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 28, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/10 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 3, Ólafur Torfason 2/5 fráköst. Jerome Hill.Vísir/ErnirJerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill var að spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í kvöld og stóð hann sig mjög vel en Keflvíkingar sendu Earl Brown heim í síðustu viku og kom það mörgum á óvart. „Ég tel að ég geti gert betur en Earl Brow gerði þó ég viti ekki hvað hann gerið. Ég er liðsmaður, ég legg mig fram og ég vill leggja mitt að mörkum til þess að sigra. Mig langar að spila góða vörn.” Jerome Hill er strax farinn að líða betur í Keflavík en á Sauðárkróki „Fólkið hérna hefur tekið vel á móti mér frá fyrsta degi, það er þungu fargi af mér létt eftir að ég fór frá Tindastól. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði skammaður ef ég geri mistök þetta er körfubolti og við gerum mistök. Mér finnst mér vera frjáls” segir Jerome Hill að lokum greinilega sáttur við vistaskiptin.Sigurður Þorvaldsson.Vísir/StefánSigurður: Þegar þú spilar „run and gun” á móti Keflavík þá tapar þú Sigurður Þorvaldsson átti afbragðs leik í kvöld en það dugði ekki til að þessu sinni. „Við mættum hér og fórum að hlaupa með Keflavík og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þeir fengu að spila sinn leik en við ekki okkar. Mér fannst við ekki vera í því sem við ætluðum að gera”. „Þegar þú spilar „run and gun” með Keflavík þá tapar þú, við höfum ekki notað þennan leikstíl og það sást vel í dag. Hittnin var mjög góð hjá öllum leikmönnum í kvöld. Það var nánast sama hver skaut og hvar menn voru það var allt ofaní”. „Við erum að fara spila við KR í næsta leika og verðum að spila vörn þá ef ekki þá verðum við jarðaðir. Við erum búnir að vinna góða sigra en við erum að detta niður inn á milli. Við erum ekki með stærsta æfingahópinn og þegar vantar menn á æfingar þá koma svona leikir þar sem við erum ekki rétt tengdir”. sagði Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells en þeirra bíður erfitt verkefni næst á móti KRIngi Þór: Við fórum að hlaupa með Keflavík og þeir litu út eins og súperstjörnur Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var sáttur við sóknarleik sinna manna í kvöld „Menn voru lítið að leggja áherslu á vörn og það var auðvelt að gefa boltann hjá báðum liðum. Ég er stoltur af sóknarleik minna mannaen ég vildi fá meiri varnarleik. Við fórum að hlaupa með Keflavík og þeir litu út eins og súperstjörnur. Bandaríski leikmaðurinn þeirra á ekki eftir að eiga svona leik aftur”. „Við erum hópur af fáum mönnum það vantar þrjá í hópinn í dag en ég er stoltur hvernig menn mættu í leikinn. Við skoruðum 112 stig á Keflavík sem skoruðu eingöngu 69 stig í síðasta leik á móti Hetti. Það hefur losnað einhver stífla hjá þeim eftir þann leik”. „KR er með flott lið og er að spila betur og betur eftir því sem líður á mótið. Við verðum á heimavelli og við ætlum að selja okkur dýrt. Okkur vantar stig til þess að ná okkar markmiðum”. sagði Ingi Þór þjálfari Snæfells eftir tapið í KeflavíkSigurður Ingimundarson.Vísir/VilhelmSigurður: Ánægður með hvernig Jerome Hill byrjar Sigurður Ingimundarson var að vonum sáttur með sigurinn og tekur öllum sigrum fagnandi „Ég er ánægður með alla sigra, við tökum þeim öllum fagnandi. Þetta var kannski ekki besti leikurinn sem við höfum boðið upp á varnarlega en sóknarlega vorum við góðir. Leikmenn voru að hitta í báðum liðum mjög vel og erfitt að koma í veg fyrir það þegar menn hitta allstaðar.” Keflvíkingar skiptu um Bandaríkjamann í síðustu viku og fengu Jerome Hill frá Tindastól í stað Earl Brown „Ég er ánægður með Jerome Hill, hann hentar okkur vel. Það er mikil vinna eftir hjá honum hann er ný kominn en ég er ánægður með hvernig hann byrjar”. Earl Brown skoraði 25 stig og tók 12 fráköst í leik en samt létu Keflvíkingar hann fara „Tölfræðin hans er flott en við erum ekki að keppa í tölfræði. Það var margt sem við vorum ekki sáttir með hjá honum frábær drengur og ágætur í körfu á köflum. Stundum alveg frábær en ekki nógu stöðugur og hann var ekki að veita liðunum sem því vantaði.” sagði Sigurður Ingimundarson eftir sigur sinna manna á Snæfell og var hann ánægður með byrjunina hjá Jerome Hill.Textalýsingin frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar er hér fyrir neðan.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira