Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2016 21:32 Justin hefur gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira