Kemur þúsundasta stig Jón Arnórs gegn Hollendingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Búast má við því að Jón Arnór setji niður þúsundasta stigið í öðrum hvorum leiknum gegn Hollandi. Fréttablaðið/Anton Brink Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30
Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00