Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2015 06:30 Það er pressa á Brynjari og félögum á heimavelli í kvöld. fréttablaðið/stefán „Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“ Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira