Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2015 10:00 Pálmi varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á tæplega 20 ára ferli. Vísir/Vilhelm Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd. Dominos-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd.
Dominos-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira