Lét mig aldrei dreyma um að komast þarna inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 06:00 Sigmundur Már Herbertsson við störf í Domino's-deildinni, þar sem hann hefur verið í hópi bestu dómara um árabil. fréttablaðið/vilhelm Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira