Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Meiðslin eru mikið áfall fyrir Sigurbjörgu sem hafði aldrei spilað betur en í vetur. vísir/pjetur „Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira