Heimir á sér enga óskamótherja | EM-drátturinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Þjálfarateymi íslenska liðsins. Vísir/Getty Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Í fyrsta sinn verður nafn Íslands í hattinum fræga þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumeistaramót A-landsliða karla í knattspyrnu. Um er að ræða sögulega stund og augnablik sem margir knattspyrnuunnendur hér á landi hafa beðið eftir óralengi. Rúmir þrír mánuðir eru síðan að Ísland tryggði sér þátttökurétt í keppninni, þann 6. september. Ísland varð aðeins þriðja þjóðin til að komast upp úr undankeppninni en næstu vikur og mánuði á eftir bættust 20 þjóðir við og hafa menn velt mögulegri niðurröðun í riðla fyrir sér síðan þá. Í þeim hópi er þó ekki Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur, eins og gefur að skilja, verið margspurður út í hvort hann eigi sér óskariðil. Fréttablaðið gerði slíkt hið sama í gær. „Auðvitað verður spennandi að sjá hverjum við mætum en ég á mér enga óskamótherja. Það er kannski leiðinlegt svar en ég verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Heimir í léttum dúr. „Við tökum því sem höndum ber.“Staðsetningin mikilvægari Íslenski EM-hópurinn verður staðsettur í Annecy í austurhluta Frakklands, 50 þúsund manna bæ við Annecy-vatn, skammt frá landamærunum við Ítalíu og Sviss. Lyon og Saint-Etienne eru ekki langt undan en í kvöld kemur í ljós í hvaða borgum Ísland mun spila. „Þetta snýst að stórum hluta um að fá að vita hvar við munum einmitt spila og hvort við þurfum að leggjast í löng ferðalög til að komast í leikina. Hverjum við mætum er svo aukaatriði,“ segir Heimir sem er nú ásamt Lars Lagerbäck, hinum landsliðsþjálfaranum, og fylgdarliði KSÍ staddur í Frakklandi. Hann segist gera sér vel grein fyrir því að dagurinn í dag sé stór stund fyrir aðdáendur landsliðsins. „Þetta er risastórt dæmi og við fáum í dag rétt svo forsmekkinn af því hversu stórt þetta verður í sumar. Ég held að fólkið heima geri sér ekki almennilega grein fyrir hversu umfangsmikið þetta verður. Það er alveg ljóst að þetta mun vera mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Íslandi og við munum vonandi fara vel með það.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49 Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15 Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00 Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
UEFA.com segir líklegt að Alfreð taki byrjunarliðssætið af Jóni Daða Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær mikla athygli á næstu dögum enda allar helstu knattspyrnuþjóðir Evrópu farnar að telja niður fyrir EM-dráttinn á laugardaginn. 10. desember 2015 17:49
Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. 10. desember 2015 16:15
Verður laugardagurinn til lukku? Dregið verður til riðlakeppni EM 2016 í fótbolta á laugardaginn þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í pottinum. Mikil spenna ríkir fyrir drættinum en Fréttablaðið setur hér upp fjórar gerðir af mögulegum riðlum. 10. desember 2015 07:00
Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Miðasalan opnar 14. desember tveimur dögum eftir að dregið verður í riðla. 10. desember 2015 09:30