Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. desember 2015 22:30 Sergio Marchionne og Bernie Ecclestone ræða málin. Vísir/Getty Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda.Bernie Ecclestone and Jean Todt, forseti FIA, vilja kynna til sögunnar vél sem notar enga raforku til að knýja bíla áfram. Hugmyndin er að láta óháðan aðila hanna ódýrari og einfaldari vél en V6 tvinnvélarnar sem allir bílar notast við núna. Tillagan var felld í kosningu nýlega. Ecclestone segir þó að hún gæti enn orðið að veruleika árið 2018. Upprunalega stóð til að vélarnar yrðu fyrst notaðar árið 2017. Ferrari myndi íhuga alvarlega að hætta þátttöku í Formúlu 1 ef slíkar vélar verða teknar í notkun, samkvæmt Marchionne. „Ferrari myndi finna aðrar leiðir til að sýna getu sína í að keppa og vinna,“ sagði Marchionne í samtali við Motorsport á árlegum jólaviðburði Ferrari í höfuðstöðvum liðsins í Maranello. „Það væri glatað, en Ferrari getur ekki látið knésetja sig út í horni andmælalaust,“ bætti Marchionne við. „Vandamálið felst í því að með því að reyna að búa til ódýrari vél fyrir minni liðið, erum við að takmarka þau lið sem geta staðið undir framförum. Sem er ástæðan fyrir því að við viljum stunda kappakstur. Við mætum á brautirnar til að sanna getu okkar fyrir okkur og öllum öðrum. Ef við hættum að geta það, þá hefur Ferrari ekekrt að gera í kappakstrinum,“ hélt Marchionne áfram. „Ég skil mjög vel erfiðleikana sem litlu liðin eru að glíma við, það er vandamál sem FOM (skipuleggjandi F1) verður að leysa, það er ekki hlutverk Ferrari,“ sagði Marchionne að lokum. Formúla Tengdar fréttir Red Bull notar Tag Heuer vél Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer. 6. desember 2015 11:30 Ecclestone: Það þarf að byggja Formúlu 1 frá grunni Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 segir að Formúla 1 sé eins og gamalt hús sem þurfi að rífa. Hann vill byggja nýtt á grunninum. 21. október 2015 19:00 Mercedes sakar verkfræðing Ferrari um njósnir Mercedes ætlar að stefna fyrrum verkfræðingi sínum sem nú vinnur hjá Ferrari fyrir að afrita trúnaðarskjöl meðan hann vann enn hjá Mercedes. 8. desember 2015 22:30 Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 treystir á að Sebastian Vettel verði heimsmeistari ökumanna árið 2016 með Ferrari. Ecclestone vill sjá einhvern binda enda á drottnun Mercedes sem hann telur ekki góða fyrir íþróttina. 7. desember 2015 18:46 Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda.Bernie Ecclestone and Jean Todt, forseti FIA, vilja kynna til sögunnar vél sem notar enga raforku til að knýja bíla áfram. Hugmyndin er að láta óháðan aðila hanna ódýrari og einfaldari vél en V6 tvinnvélarnar sem allir bílar notast við núna. Tillagan var felld í kosningu nýlega. Ecclestone segir þó að hún gæti enn orðið að veruleika árið 2018. Upprunalega stóð til að vélarnar yrðu fyrst notaðar árið 2017. Ferrari myndi íhuga alvarlega að hætta þátttöku í Formúlu 1 ef slíkar vélar verða teknar í notkun, samkvæmt Marchionne. „Ferrari myndi finna aðrar leiðir til að sýna getu sína í að keppa og vinna,“ sagði Marchionne í samtali við Motorsport á árlegum jólaviðburði Ferrari í höfuðstöðvum liðsins í Maranello. „Það væri glatað, en Ferrari getur ekki látið knésetja sig út í horni andmælalaust,“ bætti Marchionne við. „Vandamálið felst í því að með því að reyna að búa til ódýrari vél fyrir minni liðið, erum við að takmarka þau lið sem geta staðið undir framförum. Sem er ástæðan fyrir því að við viljum stunda kappakstur. Við mætum á brautirnar til að sanna getu okkar fyrir okkur og öllum öðrum. Ef við hættum að geta það, þá hefur Ferrari ekekrt að gera í kappakstrinum,“ hélt Marchionne áfram. „Ég skil mjög vel erfiðleikana sem litlu liðin eru að glíma við, það er vandamál sem FOM (skipuleggjandi F1) verður að leysa, það er ekki hlutverk Ferrari,“ sagði Marchionne að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull notar Tag Heuer vél Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer. 6. desember 2015 11:30 Ecclestone: Það þarf að byggja Formúlu 1 frá grunni Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 segir að Formúla 1 sé eins og gamalt hús sem þurfi að rífa. Hann vill byggja nýtt á grunninum. 21. október 2015 19:00 Mercedes sakar verkfræðing Ferrari um njósnir Mercedes ætlar að stefna fyrrum verkfræðingi sínum sem nú vinnur hjá Ferrari fyrir að afrita trúnaðarskjöl meðan hann vann enn hjá Mercedes. 8. desember 2015 22:30 Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 treystir á að Sebastian Vettel verði heimsmeistari ökumanna árið 2016 með Ferrari. Ecclestone vill sjá einhvern binda enda á drottnun Mercedes sem hann telur ekki góða fyrir íþróttina. 7. desember 2015 18:46 Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull notar Tag Heuer vél Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer. 6. desember 2015 11:30
Ecclestone: Það þarf að byggja Formúlu 1 frá grunni Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 segir að Formúla 1 sé eins og gamalt hús sem þurfi að rífa. Hann vill byggja nýtt á grunninum. 21. október 2015 19:00
Mercedes sakar verkfræðing Ferrari um njósnir Mercedes ætlar að stefna fyrrum verkfræðingi sínum sem nú vinnur hjá Ferrari fyrir að afrita trúnaðarskjöl meðan hann vann enn hjá Mercedes. 8. desember 2015 22:30
Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 treystir á að Sebastian Vettel verði heimsmeistari ökumanna árið 2016 með Ferrari. Ecclestone vill sjá einhvern binda enda á drottnun Mercedes sem hann telur ekki góða fyrir íþróttina. 7. desember 2015 18:46
Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. 13. desember 2015 12:00