Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum Stefán Árni Pálsson í Hertz-hellinum skrifar 13. nóvember 2015 18:30 Sveinbjörn Claessen, hdl, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira