Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Grótta 19-31 | Grótta slátraði toppslagnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2015 22:00 Grótta rassskellti Fram í toppslag kvöldsins í Olís-deild kvenna en leiknum lauk með tólf marka sigri Íslandsmeistaranna. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður en Grótta leiddi með sjö mörkum í hálfleik. Það var vitað fyrir daginn að sigurlið kvöldsins myndi tylla sér á topp Olís-deildarinnar að tólf umferðum loknum en liðin voru í 3-4. sæti, einu stigi á eftir ÍBV og Val. Fram lék Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn og virtist einhver ferðaþreyta vera í liðinu í fyrri hálfleik sem var algerlega í eigu Gróttu. Fyrir utan stuttan kafla þegar Fram minnkaði muninn í eitt mark á tíundu mínútu áttu þær ekki mikla möguleika gegn fersku Gróttuliði. Í markinu átti Guðrún Ósk Maríasdóttir sem glímdi við meiðsli fyrir leik erfitt en hún varði aðeins eitt skot fyrstu 25 mínútur leiksins. Á sama tíma gekk sóknarleikur liðsins erfiðlega og náði Grótta mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Tóku Seltirningar sjö marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 14-7 og gerðu út um leikinn strax á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þegar þær náðu þegar mest var ellefu marka forskoti. Framkonum tókst aðeins að minnka bilið næstu mínútum en ógnuðu aldrei forskoti Gróttukvenna sem settu aftur í gír og unnu að lokum öruggan 31-19 sigur. Með sigrinum skaust Grótta í toppsætið upp fyrir ÍBV og Val en spilamennska liðsins í kvöld var einfaldlega frábær. Sóknarleikur liðsins var góður þrátt fyrir nokkuð mikið af töpuðum boltum og náði Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, að dreifa álaginu vel í leiknum. Það er áhyggjuefni fyrir Stefán Arnarson, þjálfara Fram, hversu mikill gæðamunur var á liðunum í kvöld en Fram átti einfaldlega engin svör við góðri spilamennsku Gróttu í leiknum.Kári ræðir hér við leikmenn sína í kvöld.Vísir/VilhelmKári: Væri hart af mér að ætla að vera með leiðindi eftir þessa frammistöðu „Það væri hart af mér ef ég ætlaði að fara inn í klefa og vera með leiðindi. Maður er nógu oft með leiðindi við þessar stelpur þegar ekki gengur vel og þetta var frábær frammistaða,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, með bros á vör er blaðamaður bar undir hann hvort hann gæti kvartað undan einhverju eftir leikinn í kvöld. „Sama hvar er litið á þetta þá spiluðum við blússandi handbolta og hreint út sagt frábærlega. Sóknarleikurinn okkar sem hefur verið vandamál var frábær og þetta var eiginlega bara leikur þar sem allt gekk upp.“ Kári átti von á erfiðari leik en vitað var að sigurliðið myndi ná toppsætinu í Olís-deildinni. „Ég átti von á því að þetta yrði eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Jafnt og að þetta myndi ráðast á síðustu sekúndunum en við náðum yfirhöndinni strax á fyrstu sekúndunum.“ Kári var afar ánægður með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Þetta var mjög heildsteypt frammistaða. Við spiluðum þéttan varnarleik og fengum hraðaupphlaup úr því en það var einkar kærkomið að sjá sóknarleikinn. Við vorum að spila á móti frábæru varnarliði með góðan markmann en við fundum lausn á því og getum vonandi byggt á því,“ sagði Kári sem dreifði álaginu vel í kvöld: „Það fengu allir að spila eitthvað og við náðum að halda hraða út allan leikinn. Mér fannst engin þreytumerki á liðinu og við lékum á 10-12 leikmönnum allan leikinn. Það er mjög jákvætt fyrir þjálfara að geta dreift þessu svona.“Leikmenn Stefáns áttu engin svör í kvöld.Vísir/VilhelmStefán: Ætlum ekki að kenna ferðaþreytu um þetta tap „Viðbrögðin eru eiginlega bara gríðarleg vonbrigði. Þetta er að ég held stærsta tap mitt síðustu 10-15 ár sem þjálfari,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, svekktur að leikslokum. Stefán vildi ekki kenna ferðaþreytu um spilamennskuna í kvöld en Fram spilaði erfiðan Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn. „Við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við stóðum okkur vel úti og við viljum vera í Evrópukeppni og að spila marga leiki en því miður áttum við slakan leik í dag.“ Stefán kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis. „Hver sem skýringin er þá mættum við einfaldlega ekki til leiks í dag og Gróttuliðið mætti til leiks og vinna okkur sannfærandi. Við erum með svipaða breidd í leikmannahópnum en þær voru bara helmingi betri í dag.“ Stefán hrósaði Guðrúnu Ósk í marki Fram fyrir að spila í dag eftir að hafa meiðst í Rúmeníu. „Hún finnur fyrir því eftir að hafa meiðst illa en hún sýndi karakter með því að spila þennan leik. Hún er ekki heil heilsu og það kom niður á frammistöðu hennar í dag,“ sagði Stefán sem missti þrjá leikmenn í meiðsli í kvöld. „Það verður að koma í ljós hver verður með á laugardaginn. Við misstum tvo leikmenn í meiðsli úti og þrjá í kvöld og ég veit ekki hversu mikið þær geta æft fram að leiknum.“Anna Úrsúla var öflug í vörn sem sókn í kvöld.Vísir/VilhelmAnna Úrsúla: Margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit „Þetta var sannfærandi og það er mikil gleði eftir að hafa uppskerið það sem við sáðum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, kampakát að leikslokum. „Við náðum loksins að nýta sóknina okkar og fá þessi hraðaupphlaup sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum.“ Anna talaði um, líkt og þjálfari hennar, að hún hefði verið sátt með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Við höfum ekki verið að fá á okkur mörg mörk á okkur undanfarið og markvarslan hefur verið frábær. Við vildum mæta og sýna hvað við gætum í þessum leik,“ sagði Anna og bætti við: „Við vorum ákveðnar í því að koma og berjast allan leikinn, strax frá fyrstu mínútu, sama hver staðan væri. Það voru margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit og bera ábyrgð á sjálfum sér og það gerðu það allir í dag.“ Allir leikmenn Gróttu nema þrír komust á blað í dag og telur Anna að þessi reynsla geti nýst liðinu í leikjunum sem eru framundan. „Það er gott fyrir alla leikmenn liðsins að fá að spila reglulega til að fá reynsluna og að komast í takt við spilamennsku liðsins. Það er ómetanlegt að geta gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur því það er barátta framundan í deildinni og við verðum að vera á tánnum.“Anna Úrsula skýtur að marki í kvöld.Vísir/Vilhelm Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Grótta rassskellti Fram í toppslag kvöldsins í Olís-deild kvenna en leiknum lauk með tólf marka sigri Íslandsmeistaranna. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður en Grótta leiddi með sjö mörkum í hálfleik. Það var vitað fyrir daginn að sigurlið kvöldsins myndi tylla sér á topp Olís-deildarinnar að tólf umferðum loknum en liðin voru í 3-4. sæti, einu stigi á eftir ÍBV og Val. Fram lék Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn og virtist einhver ferðaþreyta vera í liðinu í fyrri hálfleik sem var algerlega í eigu Gróttu. Fyrir utan stuttan kafla þegar Fram minnkaði muninn í eitt mark á tíundu mínútu áttu þær ekki mikla möguleika gegn fersku Gróttuliði. Í markinu átti Guðrún Ósk Maríasdóttir sem glímdi við meiðsli fyrir leik erfitt en hún varði aðeins eitt skot fyrstu 25 mínútur leiksins. Á sama tíma gekk sóknarleikur liðsins erfiðlega og náði Grótta mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Tóku Seltirningar sjö marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 14-7 og gerðu út um leikinn strax á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks þegar þær náðu þegar mest var ellefu marka forskoti. Framkonum tókst aðeins að minnka bilið næstu mínútum en ógnuðu aldrei forskoti Gróttukvenna sem settu aftur í gír og unnu að lokum öruggan 31-19 sigur. Með sigrinum skaust Grótta í toppsætið upp fyrir ÍBV og Val en spilamennska liðsins í kvöld var einfaldlega frábær. Sóknarleikur liðsins var góður þrátt fyrir nokkuð mikið af töpuðum boltum og náði Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, að dreifa álaginu vel í leiknum. Það er áhyggjuefni fyrir Stefán Arnarson, þjálfara Fram, hversu mikill gæðamunur var á liðunum í kvöld en Fram átti einfaldlega engin svör við góðri spilamennsku Gróttu í leiknum.Kári ræðir hér við leikmenn sína í kvöld.Vísir/VilhelmKári: Væri hart af mér að ætla að vera með leiðindi eftir þessa frammistöðu „Það væri hart af mér ef ég ætlaði að fara inn í klefa og vera með leiðindi. Maður er nógu oft með leiðindi við þessar stelpur þegar ekki gengur vel og þetta var frábær frammistaða,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, með bros á vör er blaðamaður bar undir hann hvort hann gæti kvartað undan einhverju eftir leikinn í kvöld. „Sama hvar er litið á þetta þá spiluðum við blússandi handbolta og hreint út sagt frábærlega. Sóknarleikurinn okkar sem hefur verið vandamál var frábær og þetta var eiginlega bara leikur þar sem allt gekk upp.“ Kári átti von á erfiðari leik en vitað var að sigurliðið myndi ná toppsætinu í Olís-deildinni. „Ég átti von á því að þetta yrði eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Jafnt og að þetta myndi ráðast á síðustu sekúndunum en við náðum yfirhöndinni strax á fyrstu sekúndunum.“ Kári var afar ánægður með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Þetta var mjög heildsteypt frammistaða. Við spiluðum þéttan varnarleik og fengum hraðaupphlaup úr því en það var einkar kærkomið að sjá sóknarleikinn. Við vorum að spila á móti frábæru varnarliði með góðan markmann en við fundum lausn á því og getum vonandi byggt á því,“ sagði Kári sem dreifði álaginu vel í kvöld: „Það fengu allir að spila eitthvað og við náðum að halda hraða út allan leikinn. Mér fannst engin þreytumerki á liðinu og við lékum á 10-12 leikmönnum allan leikinn. Það er mjög jákvætt fyrir þjálfara að geta dreift þessu svona.“Leikmenn Stefáns áttu engin svör í kvöld.Vísir/VilhelmStefán: Ætlum ekki að kenna ferðaþreytu um þetta tap „Viðbrögðin eru eiginlega bara gríðarleg vonbrigði. Þetta er að ég held stærsta tap mitt síðustu 10-15 ár sem þjálfari,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, svekktur að leikslokum. Stefán vildi ekki kenna ferðaþreytu um spilamennskuna í kvöld en Fram spilaði erfiðan Evrópuleik í Rúmeníu á laugardaginn. „Við ætlum ekkert að afsaka okkur með því. Við stóðum okkur vel úti og við viljum vera í Evrópukeppni og að spila marga leiki en því miður áttum við slakan leik í dag.“ Stefán kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis. „Hver sem skýringin er þá mættum við einfaldlega ekki til leiks í dag og Gróttuliðið mætti til leiks og vinna okkur sannfærandi. Við erum með svipaða breidd í leikmannahópnum en þær voru bara helmingi betri í dag.“ Stefán hrósaði Guðrúnu Ósk í marki Fram fyrir að spila í dag eftir að hafa meiðst í Rúmeníu. „Hún finnur fyrir því eftir að hafa meiðst illa en hún sýndi karakter með því að spila þennan leik. Hún er ekki heil heilsu og það kom niður á frammistöðu hennar í dag,“ sagði Stefán sem missti þrjá leikmenn í meiðsli í kvöld. „Það verður að koma í ljós hver verður með á laugardaginn. Við misstum tvo leikmenn í meiðsli úti og þrjá í kvöld og ég veit ekki hversu mikið þær geta æft fram að leiknum.“Anna Úrsúla var öflug í vörn sem sókn í kvöld.Vísir/VilhelmAnna Úrsúla: Margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit „Þetta var sannfærandi og það er mikil gleði eftir að hafa uppskerið það sem við sáðum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, kampakát að leikslokum. „Við náðum loksins að nýta sóknina okkar og fá þessi hraðaupphlaup sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum.“ Anna talaði um, líkt og þjálfari hennar, að hún hefði verið sátt með sóknarleik Gróttu í kvöld. „Við höfum ekki verið að fá á okkur mörg mörk á okkur undanfarið og markvarslan hefur verið frábær. Við vildum mæta og sýna hvað við gætum í þessum leik,“ sagði Anna og bætti við: „Við vorum ákveðnar í því að koma og berjast allan leikinn, strax frá fyrstu mínútu, sama hver staðan væri. Það voru margir leikmenn sem þurftu að sýna sitt rétta andlit og bera ábyrgð á sjálfum sér og það gerðu það allir í dag.“ Allir leikmenn Gróttu nema þrír komust á blað í dag og telur Anna að þessi reynsla geti nýst liðinu í leikjunum sem eru framundan. „Það er gott fyrir alla leikmenn liðsins að fá að spila reglulega til að fá reynsluna og að komast í takt við spilamennsku liðsins. Það er ómetanlegt að geta gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur því það er barátta framundan í deildinni og við verðum að vera á tánnum.“Anna Úrsula skýtur að marki í kvöld.Vísir/Vilhelm
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira