Fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods: Hann kom fram við mig eins og þræl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2015 14:45 Williams fer hörðum orðum um Woods í nýrri ævisögu sinni. vísir/getty Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Steve Williams, fyrrverandi kylfusveinn Tiger Woods, ber honum ekki vel söguna í nýrri ævisögu sinni, Out of the Rough, sem kemur út á morgun. Williams var kylfusveinn Woods á árunum 1999-2011 en sá síðarnefndi vann 13 risamót á þessum tíma. Þrátt fyrir frábæran árangur á golfvellinum var greinilega ekki allt með felldu en í bókinni ásakar Williams Woods m.a. um að koma fram við hann eins og þræl. „Eitt af því sem truflaði mig var það hvernig hann henti kylfunni í áttina að golfpokanum og ætlaðist til þess að ég næði í hana,“ sagði Williams. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að beygja mig niður og ná í kylfuna sem hann hafði hent frá sér - það var eins og ég væri þrællinn hans. Annað sem truflaði mig var þegar hann hrækti á holuna ef hann missti pútt.“ Í bók sinni varpar Williams líka nýju ljósi á skandalinn árið 2009 þegar fjölmiðlar vestanhafs greindu frá kvensemi og framhjáhaldi Woods. Williams segir að Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, hafi haft samband við hann og beðið hann um að tjá sig ekki um mál Woods. Williams hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki haft vitneskju um framhjáhald Woods en hann er reiður Steinberg fyrir að hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hreinsaði Williams af öllum ásökunum um að hafa verið viðriðinn mál Woods. Woods rak Williams árið 2011 en síðan hefur hann unnið með Ástralanum Adam Scott.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira