Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2015 21:15 Róbert Gunnarsson í baráttunni. Vísir/EPA Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira