Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 22:29 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry. Vísir/Stefán Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45