Bryndís hafði betur gegn Margréti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2015 18:30 Bryndís skoraði 11 stig fyrir Snæfell í dag. mynd/snæfell Íslandsmeistarar Snæfells unnu öruggan sigur á Keflavík, 84-56, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn beindist athyglin að Bryndísi Guðmundsdóttur og Margréti Sturlaugsdóttir en sú fyrrnefnda yfirgaf Keflavík vegna ósættis við Margréti sem er þjálfari Suðurnesjaliðsins. Bryndís skoraði 11 stig en fimm leikmenn Snæfells voru með 10 stig eða meira. Haiden Palmer var þeirra stigahæst með 29 stig en hún tók einnig 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir skilaði 17 stigum af bekknum. Meistararnir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld en 11 af 25 skotum liðsins þaðan rötuðu rétta leið (44%). Heimakonur höfðu auk þess yfirburði í frákastabaráttunni sem þær unnu 55-43. Snæfell leiddi með sjö stigum, 21-14, eftir 1. leikhluta en í hálfleik munaði níu stigum á liðunum, 40-31. Munurinn var kominn upp í 11 stig, 58-47, fyrir 4. leikhlutann sem var eign Snæfells. Hólmarar hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga og unnu leikhlutann 26-9 og leikinn 84-56. Með sigrinum komst Snæfell upp að hlið Grindavíkur og Vals með sex stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með átta stig. Keflavík hefur hins vegar tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og er aðeins með tvö stig í 6. og næstneðsta sæti deildarinnar.Snæfell-Keflavík 84-56 (21-14, 19-17, 18-16, 26-9)Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/13 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0.Keflavík: Melissa Zorning 21, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/4 fráköst, Elfa Falsdottir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells unnu öruggan sigur á Keflavík, 84-56, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn beindist athyglin að Bryndísi Guðmundsdóttur og Margréti Sturlaugsdóttir en sú fyrrnefnda yfirgaf Keflavík vegna ósættis við Margréti sem er þjálfari Suðurnesjaliðsins. Bryndís skoraði 11 stig en fimm leikmenn Snæfells voru með 10 stig eða meira. Haiden Palmer var þeirra stigahæst með 29 stig en hún tók einnig 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir skilaði 17 stigum af bekknum. Meistararnir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld en 11 af 25 skotum liðsins þaðan rötuðu rétta leið (44%). Heimakonur höfðu auk þess yfirburði í frákastabaráttunni sem þær unnu 55-43. Snæfell leiddi með sjö stigum, 21-14, eftir 1. leikhluta en í hálfleik munaði níu stigum á liðunum, 40-31. Munurinn var kominn upp í 11 stig, 58-47, fyrir 4. leikhlutann sem var eign Snæfells. Hólmarar hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga og unnu leikhlutann 26-9 og leikinn 84-56. Með sigrinum komst Snæfell upp að hlið Grindavíkur og Vals með sex stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með átta stig. Keflavík hefur hins vegar tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og er aðeins með tvö stig í 6. og næstneðsta sæti deildarinnar.Snæfell-Keflavík 84-56 (21-14, 19-17, 18-16, 26-9)Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/13 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0.Keflavík: Melissa Zorning 21, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/4 fráköst, Elfa Falsdottir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira