Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2015 14:15 Óskar Örn er hér lengst til hægri er hann samdi við Hermann Hreiðarsson og David James um þjálfa Eyjaliðið. vísir/vilhelm ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43