Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Snæfell 60-62 | Flautuþristur Sharrods bjargaði Snæfelli Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 23. október 2015 20:00 Stefán Karel Torfason, leikmaður Snæfells. vísir/stefán Snæfellingar sóttu fyrsta sigur sinn í Domino´s deild karla í vetur til Egilsstaða en Snæfell vann tveggja stiga sigur á Hetti í kvöld, 62-60. Sharrod Wright var hetja Snæfellinga gegn Hetti í kvöld með magnaðri þriggja stiga flautukörfu. Hattarmenn voru yfir þegar Snæfellingar fóru í síðustu sóknina og virtust hafa komið gestunum út í horn. Málið var bara að það var Sharrod sem var í horninu. Hann lyfti sér upp og smellti niður skotinu. Snæfellingar ærðust af fögnuði, þorri liðsins hópaðist í kringum Inga Þór Steinþórsson þjálfara á bekknum. Liðið sem var inn á klessti Sharrod upp við vegg og faðmaði hann þar. Sannarlega ekki að ástæðulausu. Með sigrinum í kvöld fékk Snæfell sín fyrstu stig í deildinni í vetur en skildu Hattarmenn eftir stigalausa. Og ekki skipti minna máli að sigurinn var á útivelli. En fyrir honum þurfti að hafa en leikurinn var ekki fallegur. Fyrstu sóknir Hattar gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi, þær runnu allar út í sandinn og skotnýting þeirra í leiknum var á öllum sviðum 10% minni en hjá Snæfelli. Þennan tíma nýttu Snæfellingar til að byggja upp forskot sem varð undirstaðan að sigri þeirra. Eftir fyrsta fjórðung voru þeir 14-21 yfir og 32-36 í hálfleik þótt Hattarmenn hefðu skömmu áður komist yfir 28-27. Þeir voru líka 47-50 yfir eftir þriðja leikhluta. Höttur jafnaði í 45-45 en það var saga leiksins að komast ekki mikið nær, Óskar Hjartarson svaraði með mikilvægum þristi. Mirko Virijevic kom Hetti yfir 58-56 með þriggja stiga körfu þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir. Hann átti líka næstu körfu Hattar sem komst í 60-56 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Snæfellingar tóku leikhlé og strax eftir það negldi Sigurður Þorvaldsson niður þriggja stiga skot. Liðin skiptust síðan á að missa boltann, síðast Höttur þegar 11 sekúndur voru eftir. Snæfellingar snéru strax í sókn og Austin Bracey bar upp boltann. Hattarmenn voru við það að stela boltanum en Austin tókst að hnoða boltanum niður í vinstra hornið þar sem Sharrod hóf sig til lofts og mölbraut hjörtu Hattarmanna.Ingi Þór Steinþórsson: Þarf ekki að ræða mikilvægi þessa skots „Að ná að vinna á svona körfu getur breytt öllu. Bæði liðin voru stigalaus fyrir leikinn þannig það þarf ekkert að ræða mikilvægi þessa skots,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, eftir leikinn. „Það eru miklar tilfinningar sem bærast í brjóstum núna. Ég veit ekki hvort liðið átti sigurinn skilinn. Við vorum betri framan af og þeir eltu. Við vorum eilítið fastir á gólfunum í fráköstunum.“ Snæfellingar náðu boltanum þegar 11 sekúndur voru eftir eftir að skot Hattarmanna geigaði. Þeim gafst því ekkert ráðrými til að taka leikhlé og leggja upp leikerfi. „Við þurftum bara að ráðast á körfuna. Hattarmenn gerðu vel og náðu nánast að stela boltanum en við klöngruðum honum einhvern vegin út í horn.“ Sem fyrr sagði vildi svo heppilega til að þar var Sharrod Wright sem var stigahæstur gestanna með 22 stig í kvöld. „Ég var óánægður með Kanann í kvöld. Hann var búinn að vera í einspili og gera alls konar vitleysur. Þetta gerir það að verkum að hann fær að fara heim með okkur í rútunni.“ Sharrod Wright: Ég hafði trú á skotunum mínum „Liðsfélagarnir þrýstu á mig að skjóta, þeir sögðu mér að láta vaða. Ég hafði trú á skotunum mínum,“ sagði Sharrod í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur sem lið en við börðumst vel.“ Hann segir það hafa verið mikinn létti að horfa á boltann fara í gegnum körfuna. „Það þýðir að það verður ekki dauðaþögn í tólf tíma í rútuferðinni heim. Það var gott fyrir okkur að vinna og við getum byggt ofan á þetta," sagði Sharrod, hetja Snæfellsliðsins í kvöld.Viðar Örn: Frammistaðan var ekki betri en þetta „Að sjálfsögðu er andrúmsloftið þungt. Það er töff að taka þessu en frammistaðan var ekki betri en þetta. Snæfellingar voru ekki frábærir en leiddu langoftast,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson eftir leik. Sóknarnýtingin reyndist Hattarmönnum fjötur um fót. Tveggja stiga nýtingin var 42% en aðeins þrjú af nítján þriggja stiga skotum enduðu ofan í körfunni. „Ég er langt í frá ánægður með okkur. Við vorum sóknarlega skelfilegir. Við opnuðum ágætlega en hittum ekki. Ef við höldum liðum undir 70 stigum þá eigum við að vinna. Það er bara skýr krafa.“ Slík var sagan þegar 11 sekúndur voru eftir. „Við fáum galopið skot og klikkum. Við spiluðum ágætis vörn en svo munar 1-2 sekúndubrotum um hvenær hann er búinn að sleppa.“ Ekki bætir úr skák að þetta er í annað skiptið sem Hattarmenn missa frá sér sigur á flautukörfu. Liðið er því enn án sigurs eftir þrjár umferðir. „Maður er hálftómur í hausnum núna. Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við fáum ekkert út úr þessum leik en það eru 19 leikir eftir og nóg í pottinum. Við eigum Keflavík í Keflavík næsta föstudag. Dagkráin verður erfið en við þurfum að safna stigum. Um það snýst þetta. Það hefur ekki gengið enn en kemur að því.“ Mirko Stefán Virijevic: Hélt við hefðum þetta „Ég er niðurbrotinn. Það er afar svekkjandi að tapa tveimur leikjum svona,“ sagði Mirko Stefán Virijecic, leikmaður Hattar eftir leik. Mirko átti ágætan dag, var stigahæstur Hattarmanna með 21 stig og tók 12 fráköst. Hann var líka leiðtogi Hattarmanna í lokin þegar hann skoraði fyrst þriggja stiga körfu og síðan tveggja stiga í næstu sókn þegar Höttur komst í 60-56. „Ég hélt að við hefðum leikinn þegar þessi skot duttu ofan í. Við vorum með frábæra stuðningsmenn sem sköpuðu mikla stemmingu en náðum þessu samt ekki. Við verðum að læra að klára leikina. Við teljum okkur verðskulda að minnsta kosti einn sigur en við munum rífa okkur upp.“Textalýting frá leiknum í kvöld er hér fyrir neðan:Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Snæfellingar sóttu fyrsta sigur sinn í Domino´s deild karla í vetur til Egilsstaða en Snæfell vann tveggja stiga sigur á Hetti í kvöld, 62-60. Sharrod Wright var hetja Snæfellinga gegn Hetti í kvöld með magnaðri þriggja stiga flautukörfu. Hattarmenn voru yfir þegar Snæfellingar fóru í síðustu sóknina og virtust hafa komið gestunum út í horn. Málið var bara að það var Sharrod sem var í horninu. Hann lyfti sér upp og smellti niður skotinu. Snæfellingar ærðust af fögnuði, þorri liðsins hópaðist í kringum Inga Þór Steinþórsson þjálfara á bekknum. Liðið sem var inn á klessti Sharrod upp við vegg og faðmaði hann þar. Sannarlega ekki að ástæðulausu. Með sigrinum í kvöld fékk Snæfell sín fyrstu stig í deildinni í vetur en skildu Hattarmenn eftir stigalausa. Og ekki skipti minna máli að sigurinn var á útivelli. En fyrir honum þurfti að hafa en leikurinn var ekki fallegur. Fyrstu sóknir Hattar gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi, þær runnu allar út í sandinn og skotnýting þeirra í leiknum var á öllum sviðum 10% minni en hjá Snæfelli. Þennan tíma nýttu Snæfellingar til að byggja upp forskot sem varð undirstaðan að sigri þeirra. Eftir fyrsta fjórðung voru þeir 14-21 yfir og 32-36 í hálfleik þótt Hattarmenn hefðu skömmu áður komist yfir 28-27. Þeir voru líka 47-50 yfir eftir þriðja leikhluta. Höttur jafnaði í 45-45 en það var saga leiksins að komast ekki mikið nær, Óskar Hjartarson svaraði með mikilvægum þristi. Mirko Virijevic kom Hetti yfir 58-56 með þriggja stiga körfu þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir. Hann átti líka næstu körfu Hattar sem komst í 60-56 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Snæfellingar tóku leikhlé og strax eftir það negldi Sigurður Þorvaldsson niður þriggja stiga skot. Liðin skiptust síðan á að missa boltann, síðast Höttur þegar 11 sekúndur voru eftir. Snæfellingar snéru strax í sókn og Austin Bracey bar upp boltann. Hattarmenn voru við það að stela boltanum en Austin tókst að hnoða boltanum niður í vinstra hornið þar sem Sharrod hóf sig til lofts og mölbraut hjörtu Hattarmanna.Ingi Þór Steinþórsson: Þarf ekki að ræða mikilvægi þessa skots „Að ná að vinna á svona körfu getur breytt öllu. Bæði liðin voru stigalaus fyrir leikinn þannig það þarf ekkert að ræða mikilvægi þessa skots,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, eftir leikinn. „Það eru miklar tilfinningar sem bærast í brjóstum núna. Ég veit ekki hvort liðið átti sigurinn skilinn. Við vorum betri framan af og þeir eltu. Við vorum eilítið fastir á gólfunum í fráköstunum.“ Snæfellingar náðu boltanum þegar 11 sekúndur voru eftir eftir að skot Hattarmanna geigaði. Þeim gafst því ekkert ráðrými til að taka leikhlé og leggja upp leikerfi. „Við þurftum bara að ráðast á körfuna. Hattarmenn gerðu vel og náðu nánast að stela boltanum en við klöngruðum honum einhvern vegin út í horn.“ Sem fyrr sagði vildi svo heppilega til að þar var Sharrod Wright sem var stigahæstur gestanna með 22 stig í kvöld. „Ég var óánægður með Kanann í kvöld. Hann var búinn að vera í einspili og gera alls konar vitleysur. Þetta gerir það að verkum að hann fær að fara heim með okkur í rútunni.“ Sharrod Wright: Ég hafði trú á skotunum mínum „Liðsfélagarnir þrýstu á mig að skjóta, þeir sögðu mér að láta vaða. Ég hafði trú á skotunum mínum,“ sagði Sharrod í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur sem lið en við börðumst vel.“ Hann segir það hafa verið mikinn létti að horfa á boltann fara í gegnum körfuna. „Það þýðir að það verður ekki dauðaþögn í tólf tíma í rútuferðinni heim. Það var gott fyrir okkur að vinna og við getum byggt ofan á þetta," sagði Sharrod, hetja Snæfellsliðsins í kvöld.Viðar Örn: Frammistaðan var ekki betri en þetta „Að sjálfsögðu er andrúmsloftið þungt. Það er töff að taka þessu en frammistaðan var ekki betri en þetta. Snæfellingar voru ekki frábærir en leiddu langoftast,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson eftir leik. Sóknarnýtingin reyndist Hattarmönnum fjötur um fót. Tveggja stiga nýtingin var 42% en aðeins þrjú af nítján þriggja stiga skotum enduðu ofan í körfunni. „Ég er langt í frá ánægður með okkur. Við vorum sóknarlega skelfilegir. Við opnuðum ágætlega en hittum ekki. Ef við höldum liðum undir 70 stigum þá eigum við að vinna. Það er bara skýr krafa.“ Slík var sagan þegar 11 sekúndur voru eftir. „Við fáum galopið skot og klikkum. Við spiluðum ágætis vörn en svo munar 1-2 sekúndubrotum um hvenær hann er búinn að sleppa.“ Ekki bætir úr skák að þetta er í annað skiptið sem Hattarmenn missa frá sér sigur á flautukörfu. Liðið er því enn án sigurs eftir þrjár umferðir. „Maður er hálftómur í hausnum núna. Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við fáum ekkert út úr þessum leik en það eru 19 leikir eftir og nóg í pottinum. Við eigum Keflavík í Keflavík næsta föstudag. Dagkráin verður erfið en við þurfum að safna stigum. Um það snýst þetta. Það hefur ekki gengið enn en kemur að því.“ Mirko Stefán Virijevic: Hélt við hefðum þetta „Ég er niðurbrotinn. Það er afar svekkjandi að tapa tveimur leikjum svona,“ sagði Mirko Stefán Virijecic, leikmaður Hattar eftir leik. Mirko átti ágætan dag, var stigahæstur Hattarmanna með 21 stig og tók 12 fráköst. Hann var líka leiðtogi Hattarmanna í lokin þegar hann skoraði fyrst þriggja stiga körfu og síðan tveggja stiga í næstu sókn þegar Höttur komst í 60-56. „Ég hélt að við hefðum leikinn þegar þessi skot duttu ofan í. Við vorum með frábæra stuðningsmenn sem sköpuðu mikla stemmingu en náðum þessu samt ekki. Við verðum að læra að klára leikina. Við teljum okkur verðskulda að minnsta kosti einn sigur en við munum rífa okkur upp.“Textalýting frá leiknum í kvöld er hér fyrir neðan:Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira