Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 72-95 | Örugg afgreiðsla hjá meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 23. október 2015 21:00 KR vann öruggan sigur á Haukum, 72-95, þegar liðin mættust í 3. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var annar sigur KR í röð en Haukar hafa hins vegar tapað síðustu tveimur leikjum sínum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR var með yfirhöndina nær allan tímann og Haukar komust aðeins einu sinni yfir í öllum leiknum. Það er reyndar áhyggjuefni fyrir KR-inga að Pavel Ermolinskij fór meiddur af velli í 4. leikhluta en að sögn Finns Freys Stefánssonar, þjálfara liðsins, virðist hann hafa tognað á kálfa. Pavel spilaði vel meðan hans naut við en hann daðraði við þrennuna, með 13 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Michael Craion var stigahæstur í liði KR með 24 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar og þá átti hinn 17 ára gamli Þórir Guðmundur Þorbjarnarson flotta innkomu af bekknum og skoraði 14 stig. Stephen Madison var stigahæstur í slöku Haukaliði með 25 stig en Kári Jónsson kom næstur með 18 stig. Nokkrir af lykilmönnum Hauka voru langt frá sínu besta í kvöld, þá sérstaklega Finnur Atli Magnússon og Emil Barja, en Haukar hefðu þurft miklu meira og betra framlag frá þeim til að leggja Íslandsmeistarana að velli. KR-ingar fóru mikið inn á Craion í upphafi leiks og hann skoraði sex af fyrstu sjö stigum KR sem komst 0-7 yfir í upphafi leiks. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, beið ekki boðanna, tók strax leikhlé eftir þrjár mínútur og setti Emil á bekkinn en hann tapaði boltanum í tvígang á upphafsmínútunum. Haukarnir tóku við sér eftir þetta, leiddir áfram af Madison og Kára sem skoruðu 27 af 45 stigum heimamanna í fyrri hálfleik. KR var þó áfram með yfirhöndina. Haukarnir náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt stig en alltaf svöruðu gestirnir úr Vesturbænum. Þórir átti lokaorðið í 1. leikhluta þegar hann skoraði ótrúlega þriggja stiga flautukörfu. KR-ingar héldu undirtökunum framan af 2. leikhluta og í upphafi hans kom Þórir þeim sjö stigum yfir, 24-31, eftir hraðaupphlaup sem reyndust Íslandsmeisturunum drjúg í kvöld. Heimamenn voru þó aldrei langt undan og Emil kom þeim yfir í fyrsta sinn þegar hann setti niður þrist þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. En það kveikti í Vesturbæingum sem luku fyrri hálfleiknum á 8-2 spretti og fóru með fimm stiga forystu, 45-50, til búningsherbergja. Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði Craion þann seinni af krafti og skoraði fjögur fyrstu stig hans. Haukarnir voru heillum horfnir og KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn á 12-3 kafla og náðu 14 stiga forystu, 48-62. Haukarnir áttu í mestu vandræðum með varnarleik KR en voru þó duglegir að koma sér á vítalínuna og sækja stig þangað. Þórir kom einnig inn af krafti í seinni hálfleik og hann kom Vesturbæingum 17 stigum yfir, 60-77, með rosalegri troðslu. En Haukar skoruðu fimm síðustu stig 3. leikhluta og því munaði 12 stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn. Í 4. leikhluta sáu Haukar hins vegar aldrei til sólar og skoruðu aðeins sjö stig, gegn 18 hjá KR. KR-ingar juku muninn jafnt og þétt og náðu mest 24 stiga forystu, 71-95. Á endanum munaði svo 23 stigum á liðunum, 72-95, og öruggur KR-sigur staðreynd.Bein lýsing: Haukar - KRÍvar: Eins og okkur finnist þetta leiðinlegt Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sína menn eftir 72-95 tap fyrir KR í Schenker-höllinni í kvöld. "Við erum ekki að vinna sem lið, heldur eins og fimm einstaklingar. Okkur vantaði smá stemmningu og við þurfum að vinna í því og vinna sem lið. Það er eins og okkur finnist þetta leiðinlegt og ég verð að kíkja á hvað við getum gert til að bæta úr því," sagði Ívar. "Ég á örugglega stóran þátt í því af hverju okkur finnst ekki gaman. Við þurfum að vinna í þessu og fá strákana til að finnast aftur gaman að spila körfubolta." KR byrjaði leikinn mun betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 0-7, Íslandsmeisturunum í vil. Þá tók Ívar leikhlé og setti leikstjórnandann Emil Barja á bekkinn. "Ég var bara ósáttur við hann. Emil er kannski ekki búinn að spila neitt sérstaklega í síðustu leikjum en hann byrjaði líka svona í fyrra. Vonandi stígur hann upp og ég hef fulla trú á að hann geri það. "Hann er ekkert sáttur við sjálfan sig en ég hef ekkert miklar áhyggjur af honum," sagði Ívar sem var temmilega sáttur með fyrri hálfleikinn en Haukar voru fimm stigum undir, 45-50, að honum loknum. "Við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik og fáum á okkur þriggja stiga flautukörfu undir lok 1. leikhluta, hann dripplaði að vísu út af. Það voru einhverjir blindir að dæma þennan leik, held ég. "Það munaði um þetta en svo byrjum við seinni hálfleikinn eins og algjörir aumingjar og KR náði góðri forystu sem þeir létu ekkert af hendi og við höfðum ekki metnað til að ná þeim." Ívar var ekki sáttur með dómara leiksins og taldi þá hafa sýnt KR-ingum full mikla virðingu. "Við bárum virðingu fyrir KR-ingum í þessum leik og þeir gerðu það líka. Við töpuðum ekki á dómgæslunni, langt því frá, en það er erfitt ef dómararnir bera líka virðingu fyrir KR," sagði Ívar að endingu.Finnur: Lokuðum vörninni betur í seinni hálfleik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 23 stiga sigri, 72-95, á Haukum í kvöld. "Ég var nokkuð sáttur með þetta, sérstaklega seinni hálfleikinn, eftir að við lokuðum vörninni betur," sagði Finnur sem var ánægður með varnarleik KR sem skilaði fullt af auðveldum stigum eftir hraðaupphlaup. "Við erum kannski aðeins minni en í fyrra og erum með hraða stráka sem við verðum að nýta." KR fékk mikið og gott framlag frá bekknum í kvöld en þeir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Snorri Hrafnkelsson og Björn Kristjánsson skiluðu allir sínu og gott betur. "Já, það var virkilega flott. Snorri kemur inn með góðan kraft og hann er alltaf að komast betur og betur inn í leik okkar. "Við vitum að við erum með sterkt byrjunarlið en um leið og strákarnir af bekknum koma inn með sömu orku, og ef ekki meiri, þá erum við góðir," sagði Finnur sem sagði að KR-ingar hefðu lagt upp með að fara mikið inn á Michael Craion í upphafi leiks. "Við viljum sækja inn á hann og hefðum oft getað gert meira af því en hann er kannski ekki ennþá kominn í sitt allra besta stand." Finnur segir að nokkur bið sé í að Helgi Már Magnússon komi aftur inn í lið KR vegna meiðsla. "Það er eitthvað í hann. Mér skilst að hann hafi greinst með beinmar. Það eru einhverjar vikur í viðbót frá keppni," sagði Finnur en KR varð fyrir áfalli í 4. leikhluta þegar Pavel Ermolinskij þurfti að fara af velli vegna meiðsla. "Það er áhyggjuefni að Pavel virðist hafa tognað á kálfa," sagði Finnur að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Darri Hilmarsson skorar hér fyrir KR í kvöld.Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Haukum, 72-95, þegar liðin mættust í 3. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var annar sigur KR í röð en Haukar hafa hins vegar tapað síðustu tveimur leikjum sínum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR var með yfirhöndina nær allan tímann og Haukar komust aðeins einu sinni yfir í öllum leiknum. Það er reyndar áhyggjuefni fyrir KR-inga að Pavel Ermolinskij fór meiddur af velli í 4. leikhluta en að sögn Finns Freys Stefánssonar, þjálfara liðsins, virðist hann hafa tognað á kálfa. Pavel spilaði vel meðan hans naut við en hann daðraði við þrennuna, með 13 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Michael Craion var stigahæstur í liði KR með 24 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar og þá átti hinn 17 ára gamli Þórir Guðmundur Þorbjarnarson flotta innkomu af bekknum og skoraði 14 stig. Stephen Madison var stigahæstur í slöku Haukaliði með 25 stig en Kári Jónsson kom næstur með 18 stig. Nokkrir af lykilmönnum Hauka voru langt frá sínu besta í kvöld, þá sérstaklega Finnur Atli Magnússon og Emil Barja, en Haukar hefðu þurft miklu meira og betra framlag frá þeim til að leggja Íslandsmeistarana að velli. KR-ingar fóru mikið inn á Craion í upphafi leiks og hann skoraði sex af fyrstu sjö stigum KR sem komst 0-7 yfir í upphafi leiks. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, beið ekki boðanna, tók strax leikhlé eftir þrjár mínútur og setti Emil á bekkinn en hann tapaði boltanum í tvígang á upphafsmínútunum. Haukarnir tóku við sér eftir þetta, leiddir áfram af Madison og Kára sem skoruðu 27 af 45 stigum heimamanna í fyrri hálfleik. KR var þó áfram með yfirhöndina. Haukarnir náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt stig en alltaf svöruðu gestirnir úr Vesturbænum. Þórir átti lokaorðið í 1. leikhluta þegar hann skoraði ótrúlega þriggja stiga flautukörfu. KR-ingar héldu undirtökunum framan af 2. leikhluta og í upphafi hans kom Þórir þeim sjö stigum yfir, 24-31, eftir hraðaupphlaup sem reyndust Íslandsmeisturunum drjúg í kvöld. Heimamenn voru þó aldrei langt undan og Emil kom þeim yfir í fyrsta sinn þegar hann setti niður þrist þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. En það kveikti í Vesturbæingum sem luku fyrri hálfleiknum á 8-2 spretti og fóru með fimm stiga forystu, 45-50, til búningsherbergja. Líkt og í fyrri hálfleik byrjaði Craion þann seinni af krafti og skoraði fjögur fyrstu stig hans. Haukarnir voru heillum horfnir og KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn á 12-3 kafla og náðu 14 stiga forystu, 48-62. Haukarnir áttu í mestu vandræðum með varnarleik KR en voru þó duglegir að koma sér á vítalínuna og sækja stig þangað. Þórir kom einnig inn af krafti í seinni hálfleik og hann kom Vesturbæingum 17 stigum yfir, 60-77, með rosalegri troðslu. En Haukar skoruðu fimm síðustu stig 3. leikhluta og því munaði 12 stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn. Í 4. leikhluta sáu Haukar hins vegar aldrei til sólar og skoruðu aðeins sjö stig, gegn 18 hjá KR. KR-ingar juku muninn jafnt og þétt og náðu mest 24 stiga forystu, 71-95. Á endanum munaði svo 23 stigum á liðunum, 72-95, og öruggur KR-sigur staðreynd.Bein lýsing: Haukar - KRÍvar: Eins og okkur finnist þetta leiðinlegt Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sína menn eftir 72-95 tap fyrir KR í Schenker-höllinni í kvöld. "Við erum ekki að vinna sem lið, heldur eins og fimm einstaklingar. Okkur vantaði smá stemmningu og við þurfum að vinna í því og vinna sem lið. Það er eins og okkur finnist þetta leiðinlegt og ég verð að kíkja á hvað við getum gert til að bæta úr því," sagði Ívar. "Ég á örugglega stóran þátt í því af hverju okkur finnst ekki gaman. Við þurfum að vinna í þessu og fá strákana til að finnast aftur gaman að spila körfubolta." KR byrjaði leikinn mun betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 0-7, Íslandsmeisturunum í vil. Þá tók Ívar leikhlé og setti leikstjórnandann Emil Barja á bekkinn. "Ég var bara ósáttur við hann. Emil er kannski ekki búinn að spila neitt sérstaklega í síðustu leikjum en hann byrjaði líka svona í fyrra. Vonandi stígur hann upp og ég hef fulla trú á að hann geri það. "Hann er ekkert sáttur við sjálfan sig en ég hef ekkert miklar áhyggjur af honum," sagði Ívar sem var temmilega sáttur með fyrri hálfleikinn en Haukar voru fimm stigum undir, 45-50, að honum loknum. "Við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik og fáum á okkur þriggja stiga flautukörfu undir lok 1. leikhluta, hann dripplaði að vísu út af. Það voru einhverjir blindir að dæma þennan leik, held ég. "Það munaði um þetta en svo byrjum við seinni hálfleikinn eins og algjörir aumingjar og KR náði góðri forystu sem þeir létu ekkert af hendi og við höfðum ekki metnað til að ná þeim." Ívar var ekki sáttur með dómara leiksins og taldi þá hafa sýnt KR-ingum full mikla virðingu. "Við bárum virðingu fyrir KR-ingum í þessum leik og þeir gerðu það líka. Við töpuðum ekki á dómgæslunni, langt því frá, en það er erfitt ef dómararnir bera líka virðingu fyrir KR," sagði Ívar að endingu.Finnur: Lokuðum vörninni betur í seinni hálfleik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 23 stiga sigri, 72-95, á Haukum í kvöld. "Ég var nokkuð sáttur með þetta, sérstaklega seinni hálfleikinn, eftir að við lokuðum vörninni betur," sagði Finnur sem var ánægður með varnarleik KR sem skilaði fullt af auðveldum stigum eftir hraðaupphlaup. "Við erum kannski aðeins minni en í fyrra og erum með hraða stráka sem við verðum að nýta." KR fékk mikið og gott framlag frá bekknum í kvöld en þeir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Snorri Hrafnkelsson og Björn Kristjánsson skiluðu allir sínu og gott betur. "Já, það var virkilega flott. Snorri kemur inn með góðan kraft og hann er alltaf að komast betur og betur inn í leik okkar. "Við vitum að við erum með sterkt byrjunarlið en um leið og strákarnir af bekknum koma inn með sömu orku, og ef ekki meiri, þá erum við góðir," sagði Finnur sem sagði að KR-ingar hefðu lagt upp með að fara mikið inn á Michael Craion í upphafi leiks. "Við viljum sækja inn á hann og hefðum oft getað gert meira af því en hann er kannski ekki ennþá kominn í sitt allra besta stand." Finnur segir að nokkur bið sé í að Helgi Már Magnússon komi aftur inn í lið KR vegna meiðsla. "Það er eitthvað í hann. Mér skilst að hann hafi greinst með beinmar. Það eru einhverjar vikur í viðbót frá keppni," sagði Finnur en KR varð fyrir áfalli í 4. leikhluta þegar Pavel Ermolinskij þurfti að fara af velli vegna meiðsla. "Það er áhyggjuefni að Pavel virðist hafa tognað á kálfa," sagði Finnur að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Darri Hilmarsson skorar hér fyrir KR í kvöld.Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira