Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:00 Aron og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. vísir/anton Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00