Stuðningsmenn Íslands með sorgarbönd á leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 13:46 Frá vinstri: Arnþór Henrysson, Arnar Laufdal Aðalsteinsson og Sveinn Henrysson. Kapparnir eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Böddi Stuðningsmenn íslenska landsliðinu mun sýna tyrknesku þjóðinni samhug með því að vera með sorgarband á leik liðanna í undankeppni EM 2016 í kvöld. Á laugardag var framin mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu Tyrklands þegar tvær sprengjur voru sprengdar fyrir utan lestarstöð í höfuðborginni Ankara, þar sem mótmælaganga fór fram. Minnst 105 létust og fleiri en 400 slösuðust. Leikurinn fer fram í Konya en á honum verða 130 Íslendingar í stúkunni. Flestir komu með beinu flugi Icelandair hingað til Konya. Með í þeirri för voru einnig leikmenn, þjálfarar og starfsmenn landsliðsins sem og fulltrúar fjölmiðla. Hópurinn kom saman nú síðdegis í mótttöku sem Icelandair stóð fyrir á hóteli hópsins í Konya. Þar var spiluð íslensk tónlist og tóninn gefinn fyrir leikinn með stuðningsmannasöngvum.Jóhann Grétar spáir Íslandi sigri í kvöld.Vísir/BöddiEinn stuðningsmannanna í Konya er Jóhann Grétar Jóhannsson, starfsmaður IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem ákvað að slá til á föstudag þegar starfsmönnum bauðst að fara til Konya á sérstökum kjörum. „Þetta er okkar fyrsti landsleikur á útivelli en alls ekki sá síðasti,“ sagði Jóhann Grétar við Vísi í dag. „Það er alveg klárt að við ætlum til Frakklands næsta sumar. Það er staðfest.“ Jóhann Grétar er bjartsýnn og spáir Íslandi 1-0 sigri í leiknum, sem hefst klukkan 18.45. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðinu mun sýna tyrknesku þjóðinni samhug með því að vera með sorgarband á leik liðanna í undankeppni EM 2016 í kvöld. Á laugardag var framin mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu Tyrklands þegar tvær sprengjur voru sprengdar fyrir utan lestarstöð í höfuðborginni Ankara, þar sem mótmælaganga fór fram. Minnst 105 létust og fleiri en 400 slösuðust. Leikurinn fer fram í Konya en á honum verða 130 Íslendingar í stúkunni. Flestir komu með beinu flugi Icelandair hingað til Konya. Með í þeirri för voru einnig leikmenn, þjálfarar og starfsmenn landsliðsins sem og fulltrúar fjölmiðla. Hópurinn kom saman nú síðdegis í mótttöku sem Icelandair stóð fyrir á hóteli hópsins í Konya. Þar var spiluð íslensk tónlist og tóninn gefinn fyrir leikinn með stuðningsmannasöngvum.Jóhann Grétar spáir Íslandi sigri í kvöld.Vísir/BöddiEinn stuðningsmannanna í Konya er Jóhann Grétar Jóhannsson, starfsmaður IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem ákvað að slá til á föstudag þegar starfsmönnum bauðst að fara til Konya á sérstökum kjörum. „Þetta er okkar fyrsti landsleikur á útivelli en alls ekki sá síðasti,“ sagði Jóhann Grétar við Vísi í dag. „Það er alveg klárt að við ætlum til Frakklands næsta sumar. Það er staðfest.“ Jóhann Grétar er bjartsýnn og spáir Íslandi 1-0 sigri í leiknum, sem hefst klukkan 18.45.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira