Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 21:10 Fyrirliðinn var sáttur með sína menn. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21