Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 15:00 Sylvía Rún Hálfdanardóttir mætir eldri systur sinni í kvöld. Vísir/Anton Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira