Brendan Steele í forystu á Frys.com - Rory McIlroy byrjar vel Kári Örn Hinriksson skrifar 16. október 2015 07:45 Brendan Steele var sjóðheitur á fyrsta hring. vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele lék besta allra á fyrsta hring á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníuríki en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Steele byrjaði frábærlega og fékk sjö fugla á fyrstu níu holunum en hann lék hringinn á 63 höggum eða níu undir pari. Venesúelamaðurinn Jhonathan Vegas er í öðru sæti á átta höggum undir pari en nýliðinn Harold Varner, sem er að leika í sínu fyrsta móti sem fullgildur meðlimur PGA-mótaraðarinnar, er í þriðja sæti á sjö höggum undir. Rory McIlroy byrjaði einnig vel en hann lék fyrsta hring á 68 höggum eða fjórum undir pari. Þá voru augu margra einnig á Ástralanum Jarrod Lyle sem var að snúa til baka á PGA-mótaröðina í annað sinn eftir að hafa fengið hvítblæði. Hann lék vel og kom inn á þremur undir pari en hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Silverado vellinum.Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 21:00 í kvöld. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele lék besta allra á fyrsta hring á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníuríki en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Steele byrjaði frábærlega og fékk sjö fugla á fyrstu níu holunum en hann lék hringinn á 63 höggum eða níu undir pari. Venesúelamaðurinn Jhonathan Vegas er í öðru sæti á átta höggum undir pari en nýliðinn Harold Varner, sem er að leika í sínu fyrsta móti sem fullgildur meðlimur PGA-mótaraðarinnar, er í þriðja sæti á sjö höggum undir. Rory McIlroy byrjaði einnig vel en hann lék fyrsta hring á 68 höggum eða fjórum undir pari. Þá voru augu margra einnig á Ástralanum Jarrod Lyle sem var að snúa til baka á PGA-mótaröðina í annað sinn eftir að hafa fengið hvítblæði. Hann lék vel og kom inn á þremur undir pari en hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Silverado vellinum.Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 21:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira