Sætur sigur eftir erfitt tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Svíþjóð í fjórða sinn á fimm árum um helgina. Vísir/Getty Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira