Bryndís vildi ekki láta öskra á sig | Margrét bauðst til að hætta hjá Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 12:50 Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells. vísir/stefán Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira