Umfjöllun og viðtöl: Fram - Selfoss 32-28 | Fyrsta tap Selfyssinga Ingvi Þór Sæmundsson í Framhúsinu skrifar 2. október 2015 21:15 Ragnheiður Júlíusdóttir fór á kostum í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Fram varð í kvöld fyrst liða til að leggja Selfoss að velli í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fyrir leik kvöldsins var Selfoss búinn að vinna alla fjóra leiki sína á meðan Fram var með fimm stig í 6. sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, en Fram seig fram úr undir lokin og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 32-28. Ragnheiður Júlíusdóttir átti stórleik í liði Fram en þessi öfluga skytta skoraði 11 mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á Elísabetu Gunnarsdóttur á línunni en hún gerði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Hinum megin var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst með 12 mörk. Hún hefur því skorað 30 mörk í síðustu tveimur leikjum en hún gerði 18 mörk þegar Selfoss vann Fylki, 27-26, í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur var gríðarlega hraður, sérstaklega framan. Sóknir beggja liða voru stuttar og mörkunum rigndi inn. Varnarleikur liðanna var að sama skapi slakur og markvarslan lítil. Selfoss byrjaði leikinn betur, komst í 1-4 og svo 2-7. Þá hafði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, séð nóg og tók leikhlé. Eftir það tóku hans konur við sér og fóru að minnka muninn. Gestirnir frá Selfossi héldu samt forystunni lengi vel en í stöðunni 10-12 kom flottur kafli hjá Fram sem kláraði fyrri hálfleikinn á 6-4 spretti og staðan var því jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa, 16-16. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af seinni hálfleik en um miðbik hans tóku heimakonur völdin. Brottvísun Carmenar Palamariu í stöðunni 22-22 reyndist gestunum dýr en Frammarar nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu þrjú mörk í röð, 25-22. Selfyssingar gáfust ekki upp og náðu þrívegis að minnka muninn í eitt mark. Þeim þvarr hins vegar kraftur á lokamínútunum, enda að spila á færri leikmönnum en Fram. Mikið mæddi á útileikmönnunum Hrafnhildi Hönnu, Carmen og Adinu Ghidoarca en þær spiluðu nánast allan leikinn og skoruðu 25 af 28 mörkum liðsins. Heimakonur þéttu varnarleikinn undir lokin og þá fór Guðrún Ósk Maríasdóttir loks í gang og tók mikilvæga bolta í markinu. Fram breytti stöðunni úr 27-26 í 31-27 undir lokin og vann að lokum fjögurra marka sigur, 32-28, sem skilar liðinu upp í 5. sæti deildarinnar.Ragnheiður: Hef aldrei gefið svona mikið inn á línu í lífinu Ragnheiður Júlíusdóttir átti frábæran leik þegar Fram bar sigurorð af Selfossi í kvöld en hún skoraði 11 mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður Vísis ræddi við hana eftir leik. "Leikgleðin og liðsheildin skilaði þessum sigri. Það var ótrúlega gaman inni á vellinum og það gekk einhvern veginn allt upp. Það var mikil barátta og við lömdum þær aðeins," sagði Ragnheiður. Fram byrjaði leikinn illa og lenti 2-7 undir eftir 11 mínútna leik. En hvað breyttist þá að mati Ragnheiðar? "Í byrjun vorum við of fastar niðri á sex metrunum og mættum þeim ekki nógu vel. En svo small vörnin saman og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) tók nokkra bolta. Svo skutum við vel og nýttum færin vel í sókninni," sagði Ragnheiður sem kvaðst sátt með eigin frammistöðu í kvöld. "Ég held að ég hafi aldrei sent svona mikið á línumann í lífinu, sem er frábært því Lísa (Elíasbet Gunnarsdóttir) grípur alla bolta," sagði Ragnheiður og hló. "Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í dag." Ragnheiður segir að þetta, þ.e. sendingar inn á línu, sé eitthvað sem hún er að reyna að bæta við sinn leik. "Já, algjörlega. Það eru svo margir sem æða út í mig og þá er Lísa oft opin fyrir aftan," sagði Ragnheiður sem hrósaði breiddinni í liði Fram sem átti stóran þátt í sigrinum í kvöld, enda liðið að spila á fleiri leikmönnum en Selfoss. "Mér fannst það skipta máli. Við erum flotta breidd og það skilaði þessu undir lokin."Hrafnhildur: Margt mjög jákvætt Tólf mörk Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur dugðu Selfossi ekki til sigurs gegn Fram í kvöld. Þetta var fyrsta Selfyssinga í vetur en þrátt fyrir það var Hrafnhildur ánægð með margt í leik liðsins. "Það var margt mjög jákvætt í leiknum í dag," sagði Hrafnhildur sem hefur skorað 30 mörk í síðustu tveimur leikjum Selfoss en hún gerði 18 mörk í sigrinum á Fylki í síðustu umferð. "Við náðum bara ekki að klára þetta. Síðustu 10-15 mínúturnar voru slakar hjá okkur. Við náðum okkur aldrei á strik í vörninni en sóknin var mjög fín og það sem við lögðum upp með þar gekk upp." Mikið mæddi á lykilmönnum Selfoss í kvöld en liðið býr yfir minni breidd en Fram. En hafði það áhrif undir lokin? "Þetta er náttúrulega þriðji leikurinn á mjög stuttum tíma og þetta tekur alltaf á. En það er engin afsökun," sagði Hrafnhildur en Selfossliðið byrjaði leikinn ljómandi vel og komst í 2-7 snemma leiks. "Við byrjuðum mjög vel og sóknarleikurinn var góður. Það var bara varnarleikurinn sem var aðalvandamálið í dag," sagði Hrafnhildur sem hefur fulla trú á að Selfoss komi sterkt til baka eftir þetta fyrsta tap vetrarins. "Við stefndum aldrei á að fara taplausar í gegnum deildina. Það er ekki okkar markmið á þessu ári, þannig að við höldum bara áfram. Nú kemur smá frí hjá liðinu og við stillum okkur saman og mætum klárar í næsta leik," sagði Hrafnhildur að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Fram varð í kvöld fyrst liða til að leggja Selfoss að velli í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fyrir leik kvöldsins var Selfoss búinn að vinna alla fjóra leiki sína á meðan Fram var með fimm stig í 6. sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, en Fram seig fram úr undir lokin og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 32-28. Ragnheiður Júlíusdóttir átti stórleik í liði Fram en þessi öfluga skytta skoraði 11 mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á Elísabetu Gunnarsdóttur á línunni en hún gerði sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Hinum megin var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst með 12 mörk. Hún hefur því skorað 30 mörk í síðustu tveimur leikjum en hún gerði 18 mörk þegar Selfoss vann Fylki, 27-26, í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur var gríðarlega hraður, sérstaklega framan. Sóknir beggja liða voru stuttar og mörkunum rigndi inn. Varnarleikur liðanna var að sama skapi slakur og markvarslan lítil. Selfoss byrjaði leikinn betur, komst í 1-4 og svo 2-7. Þá hafði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, séð nóg og tók leikhlé. Eftir það tóku hans konur við sér og fóru að minnka muninn. Gestirnir frá Selfossi héldu samt forystunni lengi vel en í stöðunni 10-12 kom flottur kafli hjá Fram sem kláraði fyrri hálfleikinn á 6-4 spretti og staðan var því jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa, 16-16. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af seinni hálfleik en um miðbik hans tóku heimakonur völdin. Brottvísun Carmenar Palamariu í stöðunni 22-22 reyndist gestunum dýr en Frammarar nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu þrjú mörk í röð, 25-22. Selfyssingar gáfust ekki upp og náðu þrívegis að minnka muninn í eitt mark. Þeim þvarr hins vegar kraftur á lokamínútunum, enda að spila á færri leikmönnum en Fram. Mikið mæddi á útileikmönnunum Hrafnhildi Hönnu, Carmen og Adinu Ghidoarca en þær spiluðu nánast allan leikinn og skoruðu 25 af 28 mörkum liðsins. Heimakonur þéttu varnarleikinn undir lokin og þá fór Guðrún Ósk Maríasdóttir loks í gang og tók mikilvæga bolta í markinu. Fram breytti stöðunni úr 27-26 í 31-27 undir lokin og vann að lokum fjögurra marka sigur, 32-28, sem skilar liðinu upp í 5. sæti deildarinnar.Ragnheiður: Hef aldrei gefið svona mikið inn á línu í lífinu Ragnheiður Júlíusdóttir átti frábæran leik þegar Fram bar sigurorð af Selfossi í kvöld en hún skoraði 11 mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður Vísis ræddi við hana eftir leik. "Leikgleðin og liðsheildin skilaði þessum sigri. Það var ótrúlega gaman inni á vellinum og það gekk einhvern veginn allt upp. Það var mikil barátta og við lömdum þær aðeins," sagði Ragnheiður. Fram byrjaði leikinn illa og lenti 2-7 undir eftir 11 mínútna leik. En hvað breyttist þá að mati Ragnheiðar? "Í byrjun vorum við of fastar niðri á sex metrunum og mættum þeim ekki nógu vel. En svo small vörnin saman og Guðrún (Ósk Maríasdóttir) tók nokkra bolta. Svo skutum við vel og nýttum færin vel í sókninni," sagði Ragnheiður sem kvaðst sátt með eigin frammistöðu í kvöld. "Ég held að ég hafi aldrei sent svona mikið á línumann í lífinu, sem er frábært því Lísa (Elíasbet Gunnarsdóttir) grípur alla bolta," sagði Ragnheiður og hló. "Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í dag." Ragnheiður segir að þetta, þ.e. sendingar inn á línu, sé eitthvað sem hún er að reyna að bæta við sinn leik. "Já, algjörlega. Það eru svo margir sem æða út í mig og þá er Lísa oft opin fyrir aftan," sagði Ragnheiður sem hrósaði breiddinni í liði Fram sem átti stóran þátt í sigrinum í kvöld, enda liðið að spila á fleiri leikmönnum en Selfoss. "Mér fannst það skipta máli. Við erum flotta breidd og það skilaði þessu undir lokin."Hrafnhildur: Margt mjög jákvætt Tólf mörk Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur dugðu Selfossi ekki til sigurs gegn Fram í kvöld. Þetta var fyrsta Selfyssinga í vetur en þrátt fyrir það var Hrafnhildur ánægð með margt í leik liðsins. "Það var margt mjög jákvætt í leiknum í dag," sagði Hrafnhildur sem hefur skorað 30 mörk í síðustu tveimur leikjum Selfoss en hún gerði 18 mörk í sigrinum á Fylki í síðustu umferð. "Við náðum bara ekki að klára þetta. Síðustu 10-15 mínúturnar voru slakar hjá okkur. Við náðum okkur aldrei á strik í vörninni en sóknin var mjög fín og það sem við lögðum upp með þar gekk upp." Mikið mæddi á lykilmönnum Selfoss í kvöld en liðið býr yfir minni breidd en Fram. En hafði það áhrif undir lokin? "Þetta er náttúrulega þriðji leikurinn á mjög stuttum tíma og þetta tekur alltaf á. En það er engin afsökun," sagði Hrafnhildur en Selfossliðið byrjaði leikinn ljómandi vel og komst í 2-7 snemma leiks. "Við byrjuðum mjög vel og sóknarleikurinn var góður. Það var bara varnarleikurinn sem var aðalvandamálið í dag," sagði Hrafnhildur sem hefur fulla trú á að Selfoss komi sterkt til baka eftir þetta fyrsta tap vetrarins. "Við stefndum aldrei á að fara taplausar í gegnum deildina. Það er ekki okkar markmið á þessu ári, þannig að við höldum bara áfram. Nú kemur smá frí hjá liðinu og við stillum okkur saman og mætum klárar í næsta leik," sagði Hrafnhildur að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira