Marvin: Okkur vantar enn þá þann stóra Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 07:30 Marvin Valdimarsson. vísir/valli Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira