Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 15:48 KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira