Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Keflavík 7-0 | Stjörnumenn áttu ekki í neinum vandræðum með lélega Keflvíkinga Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum skrifar 26. september 2015 13:00 Veigar Páll Gunnarsson hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar að undanförnu. vísir/anton Stjörnumenn voru í miklu stuði gegn lélegu liði Keflvíkinga í dag þegar liðin mættust í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn endaði 7-0 fyrir Stjörnuna og var Guðjón Baldvinsson með þrjú mörk, Halldór Orri Björnsson með eitt, Þórhallur Kári Knútsson með eitt, Heiðar Ægisson og Jeppe Hansen með eitt hver. Stjörnumenn réðu leiknum frá A til Ö í dag og hefðu getað unnið stærra. Það var ekki búist við miklu stuði fyrir leik Stjörnunnar og Keflavíkur í dag og var það aðallega út af lélegum veðurskilyrðum. Annað átti þó eftir að koma á daginn, allavega fyrstu 20 mínútur leiksins. Búist var við að Stjarnan myndi ráða leiknum og sú varð raunin. Guðjón Baldvinsson fór mikinn á þessum fyrstu mínútum leiksins, lagði upp fyrsta færið, skoraði tvö mörk og átti góðar snertingar í sóknarleik heimamanna. Guðjón kom heimamönnum yfir á fimmtu mínútu leiksins, hann fékk boltann inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann undir markvörðinn. Mikill sofandaháttur í vörn gestanna sem báðu um rangstöðu en óskirnar féllu á dauf eyru. Guðjón var aftur á ferðinni 10 mínútum seinna þegar Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni, eftir misheppnaða fyrirgjöf, og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Stjörnumenn þurftu svo ekki að bíða lengi eftir þriðja markinu sínu sem kom á 18. mínútu. Halldór Orri Björnsson fékk þá boltann utarlega í teig gestanna, hann fékk tíma til að leggja boltann fyrir sig og skrúfa hann svo í fjærhornið. Eftir það datt tempóið aðeins niður í leiknum og Stjörnumenn stýrðu leiknum af mikilli fagmennsku. Þeir komust næst því að auka við þegar Veigar Pál Gunnarsson átti skot í slána úr aukaspyrnu. Þeir fengu fleiri færi en náðu ekki að bæta við fyrir hálfleik. Keflvíkingar sýndu ekki mikið í hálfleiknum en tilraunir þeirra til skyndisókna klikkuðu iðulega og áttur þeir í raun ekkert skilið úr fyrri hálfleiknum. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks leit út fyrir að Kefvíkingar ætluðu að sýna að þeir ættu eitthvað inni en þeir voru meira með boltann og reyndu að búa til sóknir en eins og hendi væri veifað var Stjarnan búin að skora mark og þar með drepa niður allann neista sem hugsanlega hefðu getað orðið að einhverju báli hjá Keflvíkingum. Guðjón Baldvinsson kláraði þrennuna sína í upphafi hálfleiks, svona til að það væri ekki byrði á honum restina af leiknum. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og skrúfaði boltann laglega með jörðinni í fjærhornið. Virkilega snoturt mark. Tveimur mínútum seinna var Þórhallur Kári Knútsson búinn að skora fimmta mark Stjörnunnar. Herfilegur misskilningur varð milli varnarmanns og markmanns Keflvíkinga og lét Þórhallur ekki bjóða sér það tvisvar þegar hann fékk boltann með autt mark fyrir framan sig heldur kláraði hann færið af yfirvegun. Síðan þurftu áhorfendur að bíða í óratíma eftir næsta marki eða tæpar 30 mínútur. Jeppe Hansen var nýkominn inn á og nýbúinn að setja boltann í netið en fá það ekki skráð vegna rangstöðu. Hann fékk boltann síðan á miðjum vallarhelming Keflvíkinga, keyrði af stað, svigaði auðveldlega framhjá varnarmönnum Keflvíkinga og lagði boltann síðan í markið framhjá Sigmari í markinu. Hansen var síðan aftur á ferðinni skömmu síðar en nú til að leggja upp á Heiðar Ægisson sem einnig hafði komið inn en vildi vera með í veislunni. Hansen sendi boltann á Heiðar sem auðveldlega sendi boltann í netið án þess að varnarmenn Keflvíkinga væru eitthvað að trufla hann. Leiknum lauk síðan og verður að segja að sigur Stjörnunnar hefði hæglega getað verið stærri, þvílíkir voru yfirburðirnir. Keflvíkingar virðast ekki hafa mikinn áhuga á verkefninu og þurfa þeir að leggjast undir feld í vetur og reyna að ráða úr því hvað hefur farið úrskeiðis í sumar.Rúnar Páll Sigmundsson: Við spiluðum vel og voru klárir í slaginn Þjálfari Stjörnunnar var spurður hvort leikurinn í dag hafi verið létt dagsverk og sagði hann: „Já miðað við hvernig leikurinn þróaðist mætti segja það. Það var lítil mótspyrna frá Keflavík og kom það mér á óvart að það væri ekki meiri neisti í þeim. Við spiluðum vel og voru klárir í slaginn, þetta voru því miður miklir yfirburðir og ég er mjög ánægður með sigurinn.“ Það virtist ekki vera erfitt að gíra menn í leik þar sem lítið er undir og hafði Rúnar um það að segja: „Við vorum staðráðnir í því að klára þetta mót með sæmd og reyna að safna eins mörgum stigum og við getum. Við getum þessvegna endað í fjórða sæti ef við klárum næsta leik með stæl, það er þá bara ágætis árangur.“ „Tímabilið í sumar gekk ekki nógu vel, við vitum það og því mikilvægt að klára það með sæmd og sýna hvað í okkur býr. Við erum ágætis fótboltalið og getum miklu meira heldur en við höfum sýnt. Ef við náum að klára næsta leik þá verðum við ágætlega sáttir.“Jóhann Birnir Guðmundsson: Allir í klúbbnum þurfa að hugsa hvað er klúbbnum fyrir bestu „Nei“, sagði annar þjálfar Keflvíkinga Jóhann Birnir Guðmundsson þegar blaðamaður spurði hann hvort eitthvað jákvætt væri hægt að taka úr leiknum sem spilaður var í dag. Hann var síðan spurður hvort hans menn væru komnir í vetrarfrí og einfaldlega nenntu þessu ekki lengur. „Það er ekkert jákvætt úr þessum leik í dag en ég veit ekki hvort það sé rétta orðið að við nenntum þessu ekki, við erum bara ekki nógu góðir í fótbolta.“ Talið barst svo að framtíð Keflavíkur og hvort vilji væri hjá Jóhanni og Hauki Inga að halda áfram með liðið. „Það verður allt að koma í ljós, það er augljóst að það þurfi að breyta fullt af hlutum og okkur langar að leggja okkar af mörkum í það því við erum Keflvíkingar og þetta er okkar félag. Þetta er miklu meira en það að við séum einhverjir flottir þjálfarar, þetta snýst um félagið og hvað er því fyrir bestu og ég held að allir í klúbbnum þurfi að fara að hugsa þannig.“ „Framtíðin er björt í yngri flokkunum og það eru að koma upp árgangar sem verða flottir á næstu árum en þetta tekur allt tíma. Við spiluðum fimm strákum í dag sem eru enn í öðrum flokk, ég veit ekki hvort þeir hafi fengið eitthvað út úr þessum leik en þeir fengu að sjá hversu langt er í þann standard sem þarf til að vera í efstu deild.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Stjörnumenn voru í miklu stuði gegn lélegu liði Keflvíkinga í dag þegar liðin mættust í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn endaði 7-0 fyrir Stjörnuna og var Guðjón Baldvinsson með þrjú mörk, Halldór Orri Björnsson með eitt, Þórhallur Kári Knútsson með eitt, Heiðar Ægisson og Jeppe Hansen með eitt hver. Stjörnumenn réðu leiknum frá A til Ö í dag og hefðu getað unnið stærra. Það var ekki búist við miklu stuði fyrir leik Stjörnunnar og Keflavíkur í dag og var það aðallega út af lélegum veðurskilyrðum. Annað átti þó eftir að koma á daginn, allavega fyrstu 20 mínútur leiksins. Búist var við að Stjarnan myndi ráða leiknum og sú varð raunin. Guðjón Baldvinsson fór mikinn á þessum fyrstu mínútum leiksins, lagði upp fyrsta færið, skoraði tvö mörk og átti góðar snertingar í sóknarleik heimamanna. Guðjón kom heimamönnum yfir á fimmtu mínútu leiksins, hann fékk boltann inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann undir markvörðinn. Mikill sofandaháttur í vörn gestanna sem báðu um rangstöðu en óskirnar féllu á dauf eyru. Guðjón var aftur á ferðinni 10 mínútum seinna þegar Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni, eftir misheppnaða fyrirgjöf, og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Stjörnumenn þurftu svo ekki að bíða lengi eftir þriðja markinu sínu sem kom á 18. mínútu. Halldór Orri Björnsson fékk þá boltann utarlega í teig gestanna, hann fékk tíma til að leggja boltann fyrir sig og skrúfa hann svo í fjærhornið. Eftir það datt tempóið aðeins niður í leiknum og Stjörnumenn stýrðu leiknum af mikilli fagmennsku. Þeir komust næst því að auka við þegar Veigar Pál Gunnarsson átti skot í slána úr aukaspyrnu. Þeir fengu fleiri færi en náðu ekki að bæta við fyrir hálfleik. Keflvíkingar sýndu ekki mikið í hálfleiknum en tilraunir þeirra til skyndisókna klikkuðu iðulega og áttur þeir í raun ekkert skilið úr fyrri hálfleiknum. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks leit út fyrir að Kefvíkingar ætluðu að sýna að þeir ættu eitthvað inni en þeir voru meira með boltann og reyndu að búa til sóknir en eins og hendi væri veifað var Stjarnan búin að skora mark og þar með drepa niður allann neista sem hugsanlega hefðu getað orðið að einhverju báli hjá Keflvíkingum. Guðjón Baldvinsson kláraði þrennuna sína í upphafi hálfleiks, svona til að það væri ekki byrði á honum restina af leiknum. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og skrúfaði boltann laglega með jörðinni í fjærhornið. Virkilega snoturt mark. Tveimur mínútum seinna var Þórhallur Kári Knútsson búinn að skora fimmta mark Stjörnunnar. Herfilegur misskilningur varð milli varnarmanns og markmanns Keflvíkinga og lét Þórhallur ekki bjóða sér það tvisvar þegar hann fékk boltann með autt mark fyrir framan sig heldur kláraði hann færið af yfirvegun. Síðan þurftu áhorfendur að bíða í óratíma eftir næsta marki eða tæpar 30 mínútur. Jeppe Hansen var nýkominn inn á og nýbúinn að setja boltann í netið en fá það ekki skráð vegna rangstöðu. Hann fékk boltann síðan á miðjum vallarhelming Keflvíkinga, keyrði af stað, svigaði auðveldlega framhjá varnarmönnum Keflvíkinga og lagði boltann síðan í markið framhjá Sigmari í markinu. Hansen var síðan aftur á ferðinni skömmu síðar en nú til að leggja upp á Heiðar Ægisson sem einnig hafði komið inn en vildi vera með í veislunni. Hansen sendi boltann á Heiðar sem auðveldlega sendi boltann í netið án þess að varnarmenn Keflvíkinga væru eitthvað að trufla hann. Leiknum lauk síðan og verður að segja að sigur Stjörnunnar hefði hæglega getað verið stærri, þvílíkir voru yfirburðirnir. Keflvíkingar virðast ekki hafa mikinn áhuga á verkefninu og þurfa þeir að leggjast undir feld í vetur og reyna að ráða úr því hvað hefur farið úrskeiðis í sumar.Rúnar Páll Sigmundsson: Við spiluðum vel og voru klárir í slaginn Þjálfari Stjörnunnar var spurður hvort leikurinn í dag hafi verið létt dagsverk og sagði hann: „Já miðað við hvernig leikurinn þróaðist mætti segja það. Það var lítil mótspyrna frá Keflavík og kom það mér á óvart að það væri ekki meiri neisti í þeim. Við spiluðum vel og voru klárir í slaginn, þetta voru því miður miklir yfirburðir og ég er mjög ánægður með sigurinn.“ Það virtist ekki vera erfitt að gíra menn í leik þar sem lítið er undir og hafði Rúnar um það að segja: „Við vorum staðráðnir í því að klára þetta mót með sæmd og reyna að safna eins mörgum stigum og við getum. Við getum þessvegna endað í fjórða sæti ef við klárum næsta leik með stæl, það er þá bara ágætis árangur.“ „Tímabilið í sumar gekk ekki nógu vel, við vitum það og því mikilvægt að klára það með sæmd og sýna hvað í okkur býr. Við erum ágætis fótboltalið og getum miklu meira heldur en við höfum sýnt. Ef við náum að klára næsta leik þá verðum við ágætlega sáttir.“Jóhann Birnir Guðmundsson: Allir í klúbbnum þurfa að hugsa hvað er klúbbnum fyrir bestu „Nei“, sagði annar þjálfar Keflvíkinga Jóhann Birnir Guðmundsson þegar blaðamaður spurði hann hvort eitthvað jákvætt væri hægt að taka úr leiknum sem spilaður var í dag. Hann var síðan spurður hvort hans menn væru komnir í vetrarfrí og einfaldlega nenntu þessu ekki lengur. „Það er ekkert jákvætt úr þessum leik í dag en ég veit ekki hvort það sé rétta orðið að við nenntum þessu ekki, við erum bara ekki nógu góðir í fótbolta.“ Talið barst svo að framtíð Keflavíkur og hvort vilji væri hjá Jóhanni og Hauki Inga að halda áfram með liðið. „Það verður allt að koma í ljós, það er augljóst að það þurfi að breyta fullt af hlutum og okkur langar að leggja okkar af mörkum í það því við erum Keflvíkingar og þetta er okkar félag. Þetta er miklu meira en það að við séum einhverjir flottir þjálfarar, þetta snýst um félagið og hvað er því fyrir bestu og ég held að allir í klúbbnum þurfi að fara að hugsa þannig.“ „Framtíðin er björt í yngri flokkunum og það eru að koma upp árgangar sem verða flottir á næstu árum en þetta tekur allt tíma. Við spiluðum fimm strákum í dag sem eru enn í öðrum flokk, ég veit ekki hvort þeir hafi fengið eitthvað út úr þessum leik en þeir fengu að sjá hversu langt er í þann standard sem þarf til að vera í efstu deild.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira