„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2015 23:10 Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson hlusta á stúkuna óma, syngjandi Ferðalok, að loknu tapinu gegn Tyrkjum í Berlín. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson minnist Evrópumótsins í körfubolta í Berlín af mikilli gleði og þakklæti. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um hve mjög þeir nutu verunnar í Þýskalandi og nú, rúmri viku eftir lokaleik liðsins gegn Tyrkjum, er greinilegt að Jón Arnór er í skýjunum með hvernig til tókst. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þessu liði. Ekki bara strákunum heldur læknateyminu, sjúkraþjálfaranum, stjórninni og öllum í kringum landsliðið.“ Um eitt þúsund stuðningsmenn Íslands mættu til Berlínar og hvöttu okkar stráka með ráðum og dáðum. Jón Arnór segir liðsfélaga sína hjá Valencia strax hafa haft orð á því hve magnaður stuðningurinn var á leikjum íslenska liðsins.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær.Vísir/ValliSpænsk goðsögn vill Hlyn í spænsku deildina „Þeim fannst þetta ótrúlegt,“ segir Jón Arnór. Landsliðið hafi sömuleiðis unnið sér inn virðingu hjá stuðningsfólki og leikmönnum víða. Á Spáni hafi allir tekið eftir þeim enda liðið í sama riðli og Ísland. Spánverjar leika einmitt til úrslita á EM á morgun. „Rafa Martinez (reynslubolti hjá Valencia) spurði hvað væri eiginlega málið með þennan númer átta?“ segir Jón Arnór hlæjandi. Hlynur Bæringsson er sá er um ræðir en Borgnesingurinn veitti stóru köllunum undir körfunni í hinum liðunum mikla keppni og hirti hvert frákastið á fætur öðru þrátt fyrir að vera höfðinu lægri en risar mótherjanna. „Þessi gæi á að spila á Spáni,“ hefur Jón Arnór eftir Martinez liðsfélaga sínum.Að neðan má sjá þegar Jón Arnór var kynntur til leiks hjá Valencia BC í dag.Presentación Jon StefanssonJON STEFANSSON PRESENTADO EN EL CIRCUIT 5KCAS | “Mi juego no ha cambiado pero ahora es más sólido”http://bit.ly/1F6mV4JVAL | “El meu joc no ha canviat però ara és més sòlid”http://bit.ly/1QLrGlaENG | "My game is not different, is just more solid"Posted by Valencia Basket Club on Friday, September 18, 2015 EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55 Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson minnist Evrópumótsins í körfubolta í Berlín af mikilli gleði og þakklæti. Leikmönnum liðsins var tíðrætt um hve mjög þeir nutu verunnar í Þýskalandi og nú, rúmri viku eftir lokaleik liðsins gegn Tyrkjum, er greinilegt að Jón Arnór er í skýjunum með hvernig til tókst. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þessu liði. Ekki bara strákunum heldur læknateyminu, sjúkraþjálfaranum, stjórninni og öllum í kringum landsliðið.“ Um eitt þúsund stuðningsmenn Íslands mættu til Berlínar og hvöttu okkar stráka með ráðum og dáðum. Jón Arnór segir liðsfélaga sína hjá Valencia strax hafa haft orð á því hve magnaður stuðningurinn var á leikjum íslenska liðsins.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær.Vísir/ValliSpænsk goðsögn vill Hlyn í spænsku deildina „Þeim fannst þetta ótrúlegt,“ segir Jón Arnór. Landsliðið hafi sömuleiðis unnið sér inn virðingu hjá stuðningsfólki og leikmönnum víða. Á Spáni hafi allir tekið eftir þeim enda liðið í sama riðli og Ísland. Spánverjar leika einmitt til úrslita á EM á morgun. „Rafa Martinez (reynslubolti hjá Valencia) spurði hvað væri eiginlega málið með þennan númer átta?“ segir Jón Arnór hlæjandi. Hlynur Bæringsson er sá er um ræðir en Borgnesingurinn veitti stóru köllunum undir körfunni í hinum liðunum mikla keppni og hirti hvert frákastið á fætur öðru þrátt fyrir að vera höfðinu lægri en risar mótherjanna. „Þessi gæi á að spila á Spáni,“ hefur Jón Arnór eftir Martinez liðsfélaga sínum.Að neðan má sjá þegar Jón Arnór var kynntur til leiks hjá Valencia BC í dag.Presentación Jon StefanssonJON STEFANSSON PRESENTADO EN EL CIRCUIT 5KCAS | “Mi juego no ha cambiado pero ahora es más sólido”http://bit.ly/1F6mV4JVAL | “El meu joc no ha canviat però ara és més sòlid”http://bit.ly/1QLrGlaENG | "My game is not different, is just more solid"Posted by Valencia Basket Club on Friday, September 18, 2015
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41 Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55 Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Jón Arnór semur við Valencia Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni. 10. september 2015 22:41
Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni. 16. september 2015 12:55
Læknisskoðun að baki hjá Jóni Arnóri Ballið er byrjað hjá landsliðsmanninum í Valencia. 16. september 2015 22:28