Fer eftir líferninu hvort hægt sé að lifa á peningunum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 23:15 Jón Arnór á æfingu með íslenska landsliðinu í sumar. Vísir/Andri Marinó Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00