Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. september 2015 22:07 Lars og Heimir að leik loknum. Vísir/Vilhelm "Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
"Við reyndum að vinna í sálfræðinni fyrir þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið dugði Íslandi á EM í fyrsta sinn þó leikurinn hafi ekki verið góður. "Þetta var afskaplega skrítinn leikur á margan hátt. Það er erfitt að poppa eitthvað upp eftir leik eins og Hollandsleikinn," sagði Heimir sem vildi gera hlé á viðtalinu til að hlusta á Tólfuna sem var enn syngjandi 30 mínútum eftir leik. "Er til eitthvað betra en svona hópur. Þetta eru snillingar. Vita þeir ekki að það er vinnudagur á morgun?" sagði Eyjamaðurinn og brosti. Ísland er komið á EM þegar enn eru tveir leikir eftir í riðlinum. Stefnan er sett á að vinna riðilinn til að vera í sem hæstum styrkleikaflokki. "Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að okkur langar til að vinna þennan riðil. Það skiptir máli fyrir dráttinn í desember hvað við erum með mörg stig. Við viljum í það minnsta komast í þriðja styrkleikaflokk," sagði Heimir. "Við viljum líka bara halda áfram að bæta okkur. Við ætlum ekkert í þessa lokakeppni til að hafa gaman því við erum að fara í fyrsta skiptið. Okkur langar að gera eitthvað á EM og því höldum við alltaf að reyna að bæta okkur." "Leikurinn í dag var ekki sá besti en það var svo mikið í húfi. Það var svo miklu mikilvægara að fá ekki á sig mark heldur en nokkuð annað. Það var það sem skipti máli." Landsliðsþjálfarinn átti hreinlega erfitt með að lýsa því hvernig honum leið. "Þetta er stærsta stundin á mínum íþróttaferli. Það er eiginlega ekki hægt að segja neitt. Maður er ekki alveg búinn að fatta þetta. Við erum komnir á EM en það eru tveir leikir eftir," sagði Heimir, en í hvern ætlaði hann að hringja fyrst? "Ég er ekki búinn að kíkja á símann. Ég ætla að geyma hann aðeins bara. En ég hugsa nú að konan verði fyrst, hún er einhverstaðar í útilegu. Ég held að hún sé nú örugglega búin að hringja," sagði Heimir Hallgrímsson brosmildur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn. 6. september 2015 21:56
Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45
Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48
Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55
Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00