Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:13 Jón Arnór keyrir að spænsku körfunni í kvöld. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira