Ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2015 07:29 Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Forráðamenn ÍBV voru mjög svekktir út í KR í gær og fóru fram á að fá dæmdan sigur í leiknum sem þeir áttu að spila gegn KR í gær. Aðeins hluti KR-liðsins komst til Eyja þar sem ekki var hægt að lenda vegna þoku. Leiknum var því frestað. Eyjamenn voru mjög súrir enda voru samgöngur til Eyja í gegnum Landeyjahöfn opnar allan gærdaginn en KR-ingar tóku áhættuna og flugu. Því fór sem fór. „Menn eru mjög svekktir. Okkur þykir KR taka mikinn séns með því að bóka flug, að hausti til, til Vestmannaeyja með tveggja tíma fyrirvara. Þetta er dýrt spaug. Ég er ekki viss um að öll lið myndu komast upp með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍBv, svekktur. „Þessi veðurspá var komin í gær. Það er fært núna og þeir hefðu komist ef þeir hefðu beðið aðeins út á velli," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.Bréfið sem ÍBV sendi KSÍ.Seint í gærkvöldi sendi ÍBV síðan bréf til KSÍ þar sem lið fór fram á að fá dæmdan sigur í leiknum. Svona er bréfið.Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildarinnar sem fara fram átti kl. 18.00 í dag á Hásteinsvelli.Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins.Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR-hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár.KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans.Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður." Svo mörg voru þau orð. Pepsi-mörkunum var ekki frestað þrátt fyrir þessa uppákomu sem var eðlilega rædd í þættinum. „Mér finnst að KR-ingar hafi átt að fara fyrr til Eyja. Eyjamenn hafa ekki misst af útileik í 20 ár og komast alltaf upp á land. KR er greinilega að starfa eftir regluverki KSÍ en ef það er tæpt þá eiga lið bara að taka bátinn. Það liggur beint við," sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna. Umræðuna um þessa uppákomu má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58 Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leik ÍBV og KR frestað til morgundagsins Fresta þurfti leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag vegna þoku en flugvél KR gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 16:58
Hvað segir Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV? Sem kunnugt er hefur leik ÍBV og KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla verið frestað til morguns vegna þoku í Vestmannaeyjum. 20. ágúst 2015 18:02