KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2015 23:09 Björg Guðrún Einarsdóttir var fulltrúi KR í A-landsliði kvenna í sumar en hún ætlaði ekki að spila áfram í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni. Bergþóra Holton Tómasdóttir var með samning við KR-liðið en hún mun ekki spila með liðinu í 1. deildinni og leyfir KR henni að finna sér annað lið í Dominos-deildinni. KR-liðið hefur misst marga lykilmenn í sumar og það mat stjórnarinnar að þær ungu stelpur sem skipa nú meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deildina en í Dominos-deildina. Í fréttatilkynningu sem KR sendi frá sér í kvöld kemur fram að metnaður KR sé að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og að hvergi verði slakað á í umgjörð kvennaliðsins.Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild KR Eftir að hafa metið stöðu meistaraflokks kvenna hjá KR hefur stjórn deildarinnar ákveðið að það sé langtíma hagsmunum liðsins og félagsins fyrir bestu að KR segi sig úr keppni í Dominosdeild kvenna og taki þátt í 1. deild kvenna á komandi tímabili. Sannarlega ekki sú staða sem lagt var upp með eftir síðasta tímabil en eftir það sem á undan hefur gengið í leikmannamálum í sumar er það raunsætt mat að sá efnilegi en jafnframt ungi hópur sem telur meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deild. Metnaður KR er að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og hvergi verður slakað á í umgjörð kvennaliðsins. Markmiðið er nú að byggja upp þá ungu leikmenn sem munu koma úr yngri flokka starfinu, byggja upp öfluga leikmenn sem munu innan fárra ára koma KR aftur í fremstu röð í kvennaboltanum. Leikmönnum og þjálfara var tilkynnt þessi niðurstaða og þessi framtíðarsýn á fundi með stjórn í kvöld. Björn Einarsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið vor og hefur hann skiljanlega fengið frest til að ákveða hvort hann fylgji liðinu í 1. deild. Þá er ljóst að landsliðskonan Bergþóra Holton mun ekki leika með KR í 1. deild og virðir stjórn kkd KR ákvörðun hennar og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Það er von stjórnar að aðrir leikmenn taki slaginn, með þeim ungu leikmönnum sem fyrir eru. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni. Bergþóra Holton Tómasdóttir var með samning við KR-liðið en hún mun ekki spila með liðinu í 1. deildinni og leyfir KR henni að finna sér annað lið í Dominos-deildinni. KR-liðið hefur misst marga lykilmenn í sumar og það mat stjórnarinnar að þær ungu stelpur sem skipa nú meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deildina en í Dominos-deildina. Í fréttatilkynningu sem KR sendi frá sér í kvöld kemur fram að metnaður KR sé að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og að hvergi verði slakað á í umgjörð kvennaliðsins.Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild KR Eftir að hafa metið stöðu meistaraflokks kvenna hjá KR hefur stjórn deildarinnar ákveðið að það sé langtíma hagsmunum liðsins og félagsins fyrir bestu að KR segi sig úr keppni í Dominosdeild kvenna og taki þátt í 1. deild kvenna á komandi tímabili. Sannarlega ekki sú staða sem lagt var upp með eftir síðasta tímabil en eftir það sem á undan hefur gengið í leikmannamálum í sumar er það raunsætt mat að sá efnilegi en jafnframt ungi hópur sem telur meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deild. Metnaður KR er að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og hvergi verður slakað á í umgjörð kvennaliðsins. Markmiðið er nú að byggja upp þá ungu leikmenn sem munu koma úr yngri flokka starfinu, byggja upp öfluga leikmenn sem munu innan fárra ára koma KR aftur í fremstu röð í kvennaboltanum. Leikmönnum og þjálfara var tilkynnt þessi niðurstaða og þessi framtíðarsýn á fundi með stjórn í kvöld. Björn Einarsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið vor og hefur hann skiljanlega fengið frest til að ákveða hvort hann fylgji liðinu í 1. deild. Þá er ljóst að landsliðskonan Bergþóra Holton mun ekki leika með KR í 1. deild og virðir stjórn kkd KR ákvörðun hennar og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Það er von stjórnar að aðrir leikmenn taki slaginn, með þeim ungu leikmönnum sem fyrir eru.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15