Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2015 03:15 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira