Troy Merritt setti vallarmet og sigraði á Quicken Loans National 3. ágúst 2015 10:28 Troy Merritt fagnar sigrinum í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira