Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Stjarnan 1-0 | Leiknismenn unnu mikilvægan baráttusigur. Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Leiknismenn voru hissa eftir að mark var dæmt af þeim í leiknum gegn Stjörnunni í 3. umferð. vísir/stefán Leiknismenn unnu ljónharðan sigur á Stjörnumönnum í kvöld á Leiknisvelli. Það mátti ekki mikið skilja að á milli liðanna en mark Halldórs Kristins Halldórssonar á 73. mínútu var nóg til þess að stigin þrjú yrðu eftir í Breiðholtinu. Það var barist í stúkunni sem og á vellinum en í stúkunni tókust á bestu stuðningsmannasveitir landsins og mátti varla heyra hvor væri háværari þó að fjöldinni hafi spilað með Leiknismönnum í kvöld. Leikmenn létu ekki sitt eftir liggja og dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson hafði nóg að gera allan leikinn. Leikurinn var þó ekki grófur en mikið var um lítil leikbrot hér og þar inni á vellinum og var það til marks um baráttuna sem átti sér stað. Bæði lið hefðu líklega geta stolið sigrinum hér í kvöld enda var leikurinn hnífjafn. Varnarmenn liðanna voru fyrirferðarmiklir og náðu yfirleitt að grípa inn í hættulegar leikstöður andstæðinganna. Það var því fátt um opin færi í leiknum og algjörlega við hæfi að sigurmarkið kæmi eftir fast leikatriði. Það kom á 73. mínútu þegar miðvörðurinn markheppni, Halldór Kristinn Halldórsson stangaði inn hornspyrnu Hilmars Árna Hilmarssonar. Hjá báðum liðum vantaði upp á klárun á færum og/eða að síðasta sending heppnaðist en mesta lukkan gafst þegar liðin beittu hröðum sóknum. Leiknismenn sýndu á köflum lipran sóknarleik og þar fór Hollendingurinn Danny Schreurs fremstur í flokki. Hann tengdi vel við Hilmar Árna og kantmennina tvö í kringum sig og ef miðað er við þennan leik er ljóst að það býr talsvert í þessum leikmanni. Verður það fróðlegt að fylgjast með honum þegar hann verður orðinn vel versaður í leik Leiknismanna. Leiknir fer því með gríðarlega mikilvæg þrjú stig í poka heim og sigur sem gæti verið upphafið að því að bjarga sér frá falli. Stjörnumenn geta verið vonsviknir og áttu eflaust skilið eitthvað úr leiknum en úrslit leiksins eru svolítið í takt við tímabilið hjá Stjörnunni sem ekki hafa náð að fylgja eftir frábæru tímabili sínu í fyrra. Freyr: Ég á við vandamál að stríða.Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknismanna var gríðarlega ánægður með stigin þrjú. „Þetta var bæði langþráður og mikilvægur sigur.“ Honum var alveg sama um að hafa klárað umræðuna yfir tapleysi Leiknismanna með sigrinum í kvöld. „Á ég að segja þér alveg satt? Ég á við vandamál að stríða. Ég man ekki dagsetningar þannig að þetta truflaði mig ekki neitt. En ég fann tilfinninguna hvað það er langt síðan við höfum unnið leik.“ Vörnin og föst leikatriði voru það sem skópu þennan sigur að mati Freys. „Við spilum frábæra vörn. Við berjumst allir sem einn. Við vildum þetta rosalega mikið. Föstu leikatriðin eru aftur orðin góð. Þau voru góð í síðasta leik og þau voru aftur góð í dag. Markamaskínan Halldór Kristinn skorar. Það er bara þannig að ef við komumst yfir í leikjum þá er erfitt við okkur að eiga.“ Freyr var einnig virkilega ánægður með innkomu Danny Schreurs sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðhyltinga. „Mér fannst hann frábær. Ég sagði við hann í hálfleik að koma inn í lið varnarlega þar sem við erum með tvær útgáfur af varnarleik í fyrri hálfleik þá nær hann að gera nákvæmlega það sem við báðum hann um að gera. Það sýnir það að hann er með háa fótboltagreind og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Hann gefur okkur meiri samkeppni, ákveðinn hraða og stutt spil. Hann og Hilmar náðu mjög vel saman og við erum komnir með mjög gott lið.“ Rúnar Páll: Gríðarlega sárt að tapa.Rúnar Páll Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum en hann taldi föstu leikatriði Leiknismanna hafa verið banabitinn. „Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt hérna. Við töpuðum í baráttunni. Þeir eru harðari en við og ákafari. Við vitum það að Leiknir byggir svolítið sinn leikstíl að vinna mikið úr föstum leikatriðum, þeir eru skipulagðir þar og það felldi okkur í dag. “ Honum fannst þó sýnir menn spila ágætlega í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sköpuðum okkur ekki mikið í dag en mér fannst við vera betra fótboltaliðið í þessum leik. Við fengum fín upphlaup, sérstaklega í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik.“ Rúnar Páll lét heyra í sér allan leikinn og fengu auglýsingaskylti bakvið varamannaskýli Stjörnunnar að finna fyrir því. „Ég vil bara að menn láti boltann ganga aðeins hraðar. Við töpum boltanum á hættulegum stöðum og þeir fá skyndisóknir. Maður er ekki ánægður með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leiknismenn unnu ljónharðan sigur á Stjörnumönnum í kvöld á Leiknisvelli. Það mátti ekki mikið skilja að á milli liðanna en mark Halldórs Kristins Halldórssonar á 73. mínútu var nóg til þess að stigin þrjú yrðu eftir í Breiðholtinu. Það var barist í stúkunni sem og á vellinum en í stúkunni tókust á bestu stuðningsmannasveitir landsins og mátti varla heyra hvor væri háværari þó að fjöldinni hafi spilað með Leiknismönnum í kvöld. Leikmenn létu ekki sitt eftir liggja og dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson hafði nóg að gera allan leikinn. Leikurinn var þó ekki grófur en mikið var um lítil leikbrot hér og þar inni á vellinum og var það til marks um baráttuna sem átti sér stað. Bæði lið hefðu líklega geta stolið sigrinum hér í kvöld enda var leikurinn hnífjafn. Varnarmenn liðanna voru fyrirferðarmiklir og náðu yfirleitt að grípa inn í hættulegar leikstöður andstæðinganna. Það var því fátt um opin færi í leiknum og algjörlega við hæfi að sigurmarkið kæmi eftir fast leikatriði. Það kom á 73. mínútu þegar miðvörðurinn markheppni, Halldór Kristinn Halldórsson stangaði inn hornspyrnu Hilmars Árna Hilmarssonar. Hjá báðum liðum vantaði upp á klárun á færum og/eða að síðasta sending heppnaðist en mesta lukkan gafst þegar liðin beittu hröðum sóknum. Leiknismenn sýndu á köflum lipran sóknarleik og þar fór Hollendingurinn Danny Schreurs fremstur í flokki. Hann tengdi vel við Hilmar Árna og kantmennina tvö í kringum sig og ef miðað er við þennan leik er ljóst að það býr talsvert í þessum leikmanni. Verður það fróðlegt að fylgjast með honum þegar hann verður orðinn vel versaður í leik Leiknismanna. Leiknir fer því með gríðarlega mikilvæg þrjú stig í poka heim og sigur sem gæti verið upphafið að því að bjarga sér frá falli. Stjörnumenn geta verið vonsviknir og áttu eflaust skilið eitthvað úr leiknum en úrslit leiksins eru svolítið í takt við tímabilið hjá Stjörnunni sem ekki hafa náð að fylgja eftir frábæru tímabili sínu í fyrra. Freyr: Ég á við vandamál að stríða.Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknismanna var gríðarlega ánægður með stigin þrjú. „Þetta var bæði langþráður og mikilvægur sigur.“ Honum var alveg sama um að hafa klárað umræðuna yfir tapleysi Leiknismanna með sigrinum í kvöld. „Á ég að segja þér alveg satt? Ég á við vandamál að stríða. Ég man ekki dagsetningar þannig að þetta truflaði mig ekki neitt. En ég fann tilfinninguna hvað það er langt síðan við höfum unnið leik.“ Vörnin og föst leikatriði voru það sem skópu þennan sigur að mati Freys. „Við spilum frábæra vörn. Við berjumst allir sem einn. Við vildum þetta rosalega mikið. Föstu leikatriðin eru aftur orðin góð. Þau voru góð í síðasta leik og þau voru aftur góð í dag. Markamaskínan Halldór Kristinn skorar. Það er bara þannig að ef við komumst yfir í leikjum þá er erfitt við okkur að eiga.“ Freyr var einnig virkilega ánægður með innkomu Danny Schreurs sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðhyltinga. „Mér fannst hann frábær. Ég sagði við hann í hálfleik að koma inn í lið varnarlega þar sem við erum með tvær útgáfur af varnarleik í fyrri hálfleik þá nær hann að gera nákvæmlega það sem við báðum hann um að gera. Það sýnir það að hann er með háa fótboltagreind og spilaði heilt yfir mjög vel í kvöld. Hann gefur okkur meiri samkeppni, ákveðinn hraða og stutt spil. Hann og Hilmar náðu mjög vel saman og við erum komnir með mjög gott lið.“ Rúnar Páll: Gríðarlega sárt að tapa.Rúnar Páll Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn að fá ekkert út úr leiknum en hann taldi föstu leikatriði Leiknismanna hafa verið banabitinn. „Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt hérna. Við töpuðum í baráttunni. Þeir eru harðari en við og ákafari. Við vitum það að Leiknir byggir svolítið sinn leikstíl að vinna mikið úr föstum leikatriðum, þeir eru skipulagðir þar og það felldi okkur í dag. “ Honum fannst þó sýnir menn spila ágætlega í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sköpuðum okkur ekki mikið í dag en mér fannst við vera betra fótboltaliðið í þessum leik. Við fengum fín upphlaup, sérstaklega í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik.“ Rúnar Páll lét heyra í sér allan leikinn og fengu auglýsingaskylti bakvið varamannaskýli Stjörnunnar að finna fyrir því. „Ég vil bara að menn láti boltann ganga aðeins hraðar. Við töpum boltanum á hættulegum stöðum og þeir fá skyndisóknir. Maður er ekki ánægður með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira