Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik T'omas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 22:08 Milos Milojevic og Helgi Sigurðsson fara yfir málin í Garðabænum í kvöld. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira