Skrautlegt ár hjá Allenby 30. júlí 2015 17:30 Allenby ásamt Middlemo kylfusveini. vísir/getty Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Árið 2015 hefur verið einstaklega skrítið hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby. Árið byrjaði með látum í janúar þegar hann var búinn með tvo hringi á móti í Hawaii. Þá hélt Allenby því fram að honum hefði verið rænt. Hann hefði síðan verið laminn og hent út úr bíl á ferð. Hið meinta mannrán átti sér stað á bar í Hawaii og vitni hafa dregið sögu Allenby í efa. Eitt vitni sagðist hafa séð hann að sumbli með tveimur heimilislausum mönnum rétt hjá barnum og þá hefði andlitið á honum þegar verið skaddað. Hann var frekar illa farinn í andlitinu er hann kom í viðtal vegna málsins daginn eftir. Um síðustu helgi ákvað Allenby síðan að reka kylfusvein sinn, Mick Middlemo, í miðjum hring á móti í Kanada. Hann kenndi kylfusveininum um er hann sló út í vatn. Sagði kylfusveininn hafa mælt með rangri kylfu. Þeir hnakkrifust á vellinum og Allenby sagði honum svo að koma sér burt. Áhorfandi sá um að bera kylfurnar síðustu holurnar á hringnum. Middlemo er allt annað en sáttur við framkomu Allenby og hefur farið í fjölmiðla og tjáð þeim að Allenby hafi alls ekki verið rænt. Andlit hans hafi líklega skaddast þar sem hann hafi verið dauðadrukkinn og dottið. Málið hefur aldrei verið til lykta leitt og það eina sem er staðfest er að einhver rændi veskinu hans þetta örlagaríka kvöld á Hawaii. Maður var handtekinn er hann reyndi að kaupa dýrt úr fyrir kortið hans Allenby.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira